Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 4

Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 4
Ávarp forseta íslands. Prestastefna 24. júní 1959. Virðulega prestastefna og aðrir kirkjugestir! Okkur hjónunum er það sérstök ánægja, að taka á móti yður hér á Bessastöðum á þessum heiða og hlýja Jóns- messudegi, og fagnaðarefni, að þessi virðulega athöfn fer hér fram í kirkju staðarins. Án kirkjunnar væru Bessa- staðir ekki það, sem þeir eru. Við bjóðum yður öll vel- komin, og þökkum hlýlega kveðju, sem barst í gær. Vér hittumst nú iiér á tímamótum tveggja biskupa. Biskupsembættið er hið elzta embætti íslenzku þjóðar- innar, og héldur tign sinni og virðingu. Vér þökkum hin- um fráfarandi biskwpi störf og samstarf. Hann hefir reynzt farsæU formaður islenzkrar þjóðkirkju, og er nokkuð sér- stæður um það, að láta af störfum í fullu fjöri og með óskertum starfskröftum. Hann lætur að vísu af embætti — en ekki af störfum. Hann hefir caracter indélebilis sam- kvæmt sinni vtgslu, og heldur áfram að vera Herra Ás- mundur. Við hinn nýja biskv/p eru miklar vonir tengdar, og óþarft að lofa hann „í hendur Krists“. Veri hann hjartan- lega vélkominn. En bak við — eða til beggja handa öUum biskupum, stendur prestastétt landsins, og gott til þess að vita, að hún er vél skipuð. Þjóðkirkjan er élzta stofnun landsins, næst Alþingi. Bæði kirkjan og þingið fá stundum orð í eyra, en íslend- ingum er þar fyrir sárt um þessar stofnanir. Ræturnar standa djúpt í sögu landsins, og limið er slungið saman við íslenzka menningu og allan vorn hugsunarhátt. Hvað sem dægurdómum líður, þá eigum vér framtíðina undir kristni og þingstjórn, og ég trúi, að fáir myndu i þess stað kjósa nokkurs konar heiðni né einræði í fuUri alvöru. Vér minnumst enn með þjóðarstólti kristnitökunnar, sem

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.