Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 5

Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 5
KIRKJURITIÐ 291 hér varð með þingrœðislegum Jiætti. Siðaslúptm hafa og staðizt próf sögunnar. Þar blandast þó inn í erlent kon- ungsvald, sem engum kemur til hugar að eigi að hafa váld á trú þjóðarinnar né eignum landsmanna. Auk þess em deilur sextándu aldarinnar um margt fymdar, bæði tri úarhugmyndir og þó sérstáklega um stjórnarfar. Islenzk kirkja er kristileg, og almenn að pví leyti, en hefir þó varðveitt sinn sérstáka svip. Það finna ei'lendir menn fljótt, sem hingað koma. Að gera fuha grein fyrir því, væri langt mál, og jafn víðtækt og að skýra og skilgreina sjálft islenzkt þjóðemi. Enn ÖU finnum vér, að það er eitthvað, sem hvorki vei'ður rnælt né vegið, sem gerir þjóð- ina að sjálfstæðri hringiðu í timans straumi. Þó vart sé rétt að tala um nema ein siðaskipti, þá er hver kynslóð nokkuð með sínum blæ, og í kirkjulegum efnum hafa timabilin stundum fengvð svip af sinum biskupum. Trúar- skoðanir eru breytingum undirorpnar eftir vaxandi — eða minnkandi — þekkingu og tíðaranda, sem gengur í öldum. AUt líf er á hreyfingu. Og þótt guðspjöUin vari, þá stendur háskólaguðfræðin ekki i stað, og nær á stundum ótrúlega skammt út til almennings. En um það er ekki að sákast, því að svo er um ÖU heimspekikerfi. Það hefir áldrei tekizt að semja á skrifstofu trú, sem fullnægir mannsins hjarta. Mér þykir áUtaf vænt um söguna af TáUeyrand, þegar þeir ætluðu i frönsku byltingunni að setja gyðju skyn- seminnar, sem reist var á torgi, í stað kristindómsins, en fannst heldur dauft yfir dýrkuninni. Þeir komu þá nokkrir á fund hins vitra manns, og spurðu ráða. Svar hans var á þessa leið: ,JTvernig væri það, ef þið létuð t. d. krossfesta ykkur, og ég tála nú ékki um, ef þið risuð svo upp á þriðja degi — þá væri öUu borgiðu. Trú og skoðun er ekki hið sama, og þess ber vél að gæta, áð það er hin mesta áhætta fyrir öU trúarbrögð að spyrrn á móti nýrri þékking. Slík íspyrna hefir orðið kirkjunni hvað dýrkeyptust, og erfitt að kippa aftur í liðinn, eins og sagan hefir sýnt síðustu aldir. Sú framför, sem orð-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.