Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 8

Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 8
294 KIRKJURITIÐ Úr uppsprettu Biblíunnar eru allar þær hugsjónir sprottnar, sem heimurinn á fegurstar um mannlegt samfélag, um almenn mannréttindi, gildi einstaklingsins, réttvísi í samskiptum manna, umönnun lítilmagna, umhyggju fyrir snauðum og öðr- um nauðstöddum. Mesta tign konungs í augum Hebreans var þessi: „Hann bjargar aumingjanum, er hrópar á hjálp, og hin- um volaða og þeim, er enginn liðsinnir. Hann aumkast yfir bágstadda og auma og sálum (lífi) aumingjanna hjálpar hann. Frá ofbeldi og ofríki leysir hann sálir (líf) þeirra, og blóð þeirra er dýrmætt í augum hans.“ (Sálm. 72,12—14). En konungssálmarnir eru meira en brýningar og bænir. Kristnir menn hafa frá upphafi litið svo á, að þeir væru fyrir- heit um hinn eina, eilífa konung, Krist. Og óvefengjanlegt er það, frá hlutlægu, sögulegu sjónarmiði, að konungshugsjón ísraels lagði stórmikið af mörkum um mótun Messíasar-hug- myndanna. Og það er líka víst, að hver nýr konungur var í augum Hebreans nýtt spor í áttina til þess takmarks sögunnar, að hinn fullkomni konungur kæmi, sá Guðs smurði, sá Mess- ías, er skilaði þjóð og mannkyni í mark. Og þessi konungur kom, Jesús, hinn smurði, Kristur. Þjóð hinna háu, helgu hugsjóna mætti honum, hann var í ennþá fyllra skilningi og sannari raun vinur smælingja, málssvari réttlausra, kúgaðra, snauðra, frelsari bandingja, en þjóðin hafði látið sig dreyma um. Tíminn er fullnaður, sagði hann, ríki Guðs er komið, takið sinnaskiptum, gangið því á hönd. En þjóðin kannaðist ekki við þetta, vildi áfram eiga draum sinn, án skuldbindinga, án afturhvarfs, neitaði að lúta valdi hans, kaus sér keisarann í Róm, kaus sér bandingjann Barra- bas, krossfesti konung sinn, deyddi ráðningu draums síns. Aðrir tóku fyrirheitin í arf. Sú arfleifð er ómetanleg í sögu og lífi kristinna þjóða og alls mannkyns. Hinn upprisni Krist- ur hefir lifað meðal vor, í vitnisburði kirkju sinnar, í orði sínu og anda, frjóvgað hugsun vestrænna þjóða, helgað og göfgað háttu þeirra. En kristin kirkja hefir jafnan mátt spyrja sjálfa sig og þjóð- irnar: Tókum vér konunginn af krossi Gyðinga til þess að festa hann á annan? Hún spyr svo í dag og hefir ríka ástæðu til þess. Alltjent er það víst, að það er jafnvandalítið fyrir oss, bæði kristna menn og ókristna, eins og fyrir Gyðinga forðum,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.