Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 9

Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 9
KIRKJURITIÐ 295 að skrifa, tala, syngja um háleitar hugsjónir og hylla þær. Það er útlátalaust að láta sig dreyma um fullkominn heim, hylla í huganum það vald, er stýri málum manna og þjóða til rétt- lætis, farsældar, friðar. Það er auðgert að fordæma kúgun, ásælni, rangsleitni. Það er sjálfsagt að óska þess í orði kveðnu, að heimurinn batni, böl hans þverri, valdhafar stórvelda og smávelda sjái að sér, mennimir verði réttsýnni, hamingju- samari, betri. En hvað verður, þegar hugsjónirnar vilja öðl- ast ráðningu í lífi vor sjálfra, gera tilkall til vor sjálfra, skír- skota til vor persónulega um lífernisbreytingu, hollustu, þjón- ustu? Hvað verður, þegar hinn hógværi vinur mannsins, kon- ungur Guðríkis, snýr sér að mér og þér og segir: Tíminn er fullnaður, Guðs ríki er í nánd þinni, takið sinnaskiptum, trú þú, lút þú gleðiboðskapnum? Ég var að lesa bók eftir einn mesta vitmann þessarar aldar, kunnan heimspeking. Hún heitir: Atómsprengjan og framtíð mannkyns. Þar er rætt af opinskáu raunsæi um þann mögu- leika, sem heitir mannkynssjálfsmorð. Og höf. segir: Þessum möguleika verður ekki afstýrt, eins og allt horfir, nema með gagngerri breytingu í hugsun, róttækum sinnaskiptum. Hver, sem lætur sér ekki skiljast það, skilur ekki, hvaða voði er á ferðum. „Án afturhvarfs, sinnaskipta, er líf mannkyns glatað. Ef maðurinn vill lifa áfram, verður hann að breytast.“ Hvar getur þessi bylting byrjað? Hvar sem er, hjá mér, hjá þér. En vonin um hana er fyrst og fremst bundin við kristna kirkju, hún er bundin við það, að þar sé, þótt svo væri aðeins hjá ör- litlum minnihluta, að finna það afl, þann fórnarmátt, þá höndl- an hins eilífa, þann kraft krossins og upprisunnar, sem svo oft hefir hrundið fram leysingum og öflugum gróanda í sögu kristn- innar. íslenzkir prestar hafa verið á fundi. Þeir hafa rætt verkefni sín nokkur og rætt þau af alvöru og áhuga. Þeim er ljóst, að það standa yfir aldahvörf. Og þeir vita, að allt, sem ljósaskipti þessara tímamóta búa yfir af vonum og draumum og fyrir- heitum, f ugg og kvíða og tvísýnu, er bundið örlögum þess málefnis, sem þeir hafa helgað líf sitt. Kirkjan er rödd konungs þíns, íslenzka þjóð, og hann, holl- usta þín við hann, er ráðning allra helgra og sannra drauma þinna.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.