Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 11
Dr. Franklin Clark Fry,
Hann var tignastur og
valdamestur þeirra kirkju-
höfðingja, sem hingað komu
að biskupsvígslunni. Mun
enginn slíkur ráðamaður
innan kirkjunnar hafa stig-
ið hér fæti, ef litið er al-
mennt á forystu hans. Hann
er maður á bezta aldri, hár
og vörpulegur, fríður sýn-
um, stilltur í fasi og ljúf-
mannlegur, geðþekkur og
tiginmannlegur.
Ræður sínar flutti dr. Fry
blaðalaust, en hér fer á eftir
lauslegt ágrip af ávarpi, er
hann flutti í viðtali við Ríkis-
útvarpið.
Hann kvaðst hafa haft
góðar spurnir héðan. Þess
vegna hefði sér orðið það
til enn óblandaðri ánægju,
að sjá hið stórbrotna land,
og kynnast þjóðareðlinu upp
á eigin spýtur. Rómaði hann
gestrisni hér og taldi að
vikan, sem hann dvaldi á
íslandi væri meðal þeirra
skemtilegustu og minnisverð-
ustu, sem hann hefði lifað.
Hann kom hér samkvæmt
boði herra Ásmundar Guð-
mundssonar til þess að vera