Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 12

Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 12
298 KIRKJURITIÐ viðstaddur vígslu eftirmanns hans, Sigurbjarnar Einarssonar prófessors, sem hann bað blessunar ásamt þjóð þeirri, sem hann ætti að leiða. Kvaðst hann gegna þrenns konar hlutverki við þetta tækifæri: í fyrsta lagi væri hann forseti og fulltrúi Sameinuðu lút- ersku kirkjunnar í Ameríku, en til hennar teldust meira en 21/2 milljón manna í Bandaríkjunum og Kanada. Meðal þeirra væru þeir menn af íslenzku bergi brotnir, um 7 þúsund að tölu í 31 söfnuði, sem sameinazt hefðu þessari kirkjudeild árið 1940. Hann gæti fullvissað oss um, að þeir hefðu varðveitt kostgæfilega dýrmætar erfðir og nytu einlægrar virðingar trú- bræðra sinna, enda stæðu þeir meðal þeirra í fremstu röð. En þeim hefði orðið ljóst, að hvorum tveggja væri það mjög mikils- vert að sameinast, bæði til halds og trausts inn á við, og til áhrifa út á við. Sá skilningur hefði orðið mönnum ljós á vorum tímum, að mönnunum væri lífsnauðsyn að hefja sem víðtækast samstarf á sem allra flestum sviðum um heim allan. Væri vonandi að þessi skilningur og viðleitni færi sívaxandi í fram- tíðinni. í öðru lagi væri hann hér sem forseti og fulltrúi Lúterska heimssambandsins. í því væru meira en 15 milljónir manna í öllum heimsálfunum sex. Þetta samband sannaði enn skýrar og áþreifanlegar nauðsyn og gildi samstarfs samhuga manna. Hefði það því vakið gleði annarra, er íslendingar tóku þátt í því. Það væri og áhugamál þeirra sjálfra. Ekkert væri það, sem veitti oss slíkan styrk nú á þessum jarðskjálftatímum í veröldinni, varpaði meira ljósi yfir vandamálin, hvetti jafnt til drengilegra dáða og lífgaði slíkar vonir sem hin sigursæla trú vor. Trúin á hinn lifandi Krist, sem leysti bezt allan vanda og veitti sigurvissu gagnvart dauðanum, sem vér yrðum öll að ganga á hólm við. í þriðja lagi væri hann í framkvæmdanefnd Alkirkjuráösins, en þar hefði hann tekið við stjórnartaumum árið 1954. í því væru um 170 milljónir manna í 80 þjóðlöndum. Einnig allir þessir menn æsktu þátttöku íslendinga í þessu mikla og öfluga sam- félagi, og væri gott til þess að vita, að við vildum einnig vera í þeirra hópi. Ef hann mætti auk móðurmáls síns mæla á þeim 150 þjóðtungum, sem talaðar væru innan Alkirkjunnar, mund- um vér heyra, að allir bæðu oss heilla og blessunar. Hann

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.