Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 13

Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 13
KIRKJURITIÐ 299 þakkaði oss einnig innilega í nafni þeirra fyrir þá bróður- hönd, sem vér hefðum rétt fram í líknarmálum þeim, er Al- kirkjuráðið hefði með höndum. En héðan hefðu borizt miklar og ágætar lýsisgjafir til nauðstaddra manna í Grikklandi, flótta- fólks í Palestínu og aðþrengdra trúbræðra í Ungverjalandi. Að endingu lagði dr. Fry áherzlu á, að hann væri hér sem sameiginleg tunga, talandi raust, alls þess kórs kristinna með- bræðra vorra um víða veröld, sem bæði Guð að blessa oss og varðveita, — mætti ljós auglitis hans skína yfir landið og kirkju þess, sem ætlað væri það hlutverk, að hefja, upplýsa og blessa alla. Gunnar Ámason. Vér köllum gjarnan hina og þessa „mikilmenni" og miðum þá oftast við gáfnafarið. Siðferðilegur mikilleiki er ekki þungur á metunum í hugum vorum. Vér dáum þann, sem getur bögglað saman vísu, ritað og talað fagurlega — og fyrirgefum honum alls konar ósiði og lítil- mennsku — gleymum því fúslega, að sál hans er duglaus; og hann er mjög hégómagjarn, sjálfselskur og veiklyndur busi. Hins vegar kemur oss ef til vill ekki til hugar að dá þann, sem getur brugðið birtu á lífið í kring um sig og látið það kveða við af fögrum hljómi. Eða þótt ástúð hans umvefji alla, sem hann á nokkra samleið með, og vér g;etum reitt oss á, hvort heldur í orði eða verki, eins og bjarg. Það virðist þó nokk- urt merki um sanna mikilmennsku. Og þess háttar maður er engu síð- ur virðingarverður, eða líkari til að geta unnið landi og lýð til heilla, en venjulegir bögubósar og lýðtrúðar. H. Tambs Lyclie. * Ég átti einu sinni sem oftar tal við drykkjumann. Við ræddum um lífið og tilveruna. Allt í einu sagði hann: „Bara að maður væri nú hundur!" „Hvers vegna?" „Nú, þá vissi maður það í fyrsta lagi, að maður væri dauður, þegar maður er dauður. Og svo væri maður hka laus við þessa daglegu kvöl, sem af því leiðir að vera alltaf að hugsa um, hvaða lífi maður ætti að hafa lifað, og bera það saman við þetta eymdarástand, sem maður er alltaf í.“ — Erik Jensen.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.