Kirkjuritið - 01.07.1959, Qupperneq 14
Bréí erkibiskupsins í Kantaraborg
til biskups íslands hins nýja.
Lambeth Palace, S. E. I., 18. júní 1959.
Kæri, herra biskup.
„Náð og friður frá Guði föður og frá Drottni vorum, Jesú
Kristi“.
Þó að ég sjái mér ekki fært að vera sjálfur viðstaddur, er
þér verðið vígður biskup Islands 21. júní, er mér sönn ánægja
að senda séra John Satterthwaite sem umboðsmann minn. Ég
vil fullvissa yður um, að góðvild, samfélagsandi og bænir berast
frá kirkju Englands. Vér biðjum þess, að þér megið vera bú-
inn allri náð heilags anda, svo að þér megið verða sannur hirðir
þeirrar hjarðar Krists, sem yður er trúað fyrir.
Ég veit það og fagna því, að vígsla yðar leiðir til þess, að
kirkja Englands mun geta treyst þau vináttubönd, sem hún
hefir þegar tengt við hina íslenzku kirkju. Á þessum tímum,
er ókyrrð og viðsjár ríkja þjóða á milli, er öllu öðru mikil-
vægara, að kristnir menn laðist hver að öðrum sem bræður
i Kristi og stuðli að þeirri einingu, sem er hinum blessaða vilja
Drottins þóknanleg, svo að vér getum á áhrifameira hátt kunn-
gjört hjálpræðisboðskap hans og flýtt fyrir komu ríkis hans,
ríkis réttlætis, friðar og kærleika.
Um leið og ég sendi yður bróðurkveðju og blessun mína, leyfi
ég mér einnig að taka fram, hversu mikils vér, þjónar hinnar
ensku kirkju, höfum metið heimsóknir íslenzkra klerka, sem
hafa iðkað nám hér á landi á síðari árum. Vér vonum, að unnt
verði að halda áfram þessum gifturíku skiptum og styrkja
þannig þá hlekki, sem þegar tengja oss.
„Megi Guð friðarins, er leiddi aftur fram frá dauðum hinn
mikla hirði sauðanna, með blóði eilífs sáttmála, Drottin vorn
Jesúm, fullkomna yður í öllu góðu til að gjöra vilja hans“.
(Hebr. 13, 20—21).
Yðar elskandi bróðir í Kristi,
Geoffrey
Archbishop of Canterbury
Primate of all England and Metropolitan.