Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Qupperneq 15

Kirkjuritið - 01.07.1959, Qupperneq 15
Ávarp í biskupsveizlu 21. júní 1959. Svo hefir verið sagt, að Alþingi íslendinga sé amma allra þjóðþinga. Með sama hætti er íslenzk tunga amma allra nor- rænna tungna. Mér þykir fyrir því, að ég get ekki mælt á tungu ömmu minnar, heldur einungis móður minnar. En við erum þó svo skyldir hverir öðrum, að ég vona, að þið skiljið mig. Fyrst og fremst vil ég nú votta þakkir kirkju íslands fyrir boð hennar til dönsku kirkjunnar að senda fulltrúa til vígslu biskupsins nýja yfir íslandi. Því næst vil ég þakka ríkisstjórn- inni íslenzku og kirkjumálaráðherra hennar, sem bjóða okkur nú til þessarar veglegu veizlu ásamt prestastétt íslands. Með frábærri gestrisni hefir þú, Ásmundur Guðmundsson biskup, tekið á móti okkur hjónunum, og séð um það, að við fengum þessa fáu daga, sem við höfðum yfir að ráða, að kynn- ast náttúru íslands, söguminningum þess og kirkju, og nútíð þess. Við höfum séð starfsaðferðir og framkvæmdir Reykjavík- ur, við höfum séð blómlegar byggðir Suðurlands og öræfin við Gullfoss og Geysi. Við höfum séð Þingvelli og sál þeirra — söguminningarnar. Við höfum séð kirkjurnar litlu frá öldinni, sem leið, umluktar lágreistum bæjum. Við höfum séð stein- kirkjur Saurbæjar og Selfoss, fagrar og bjartar og litfríðar. En þarf ég að dyljast þess, að mér, Dananum, varð þungt um hjarta, er ég spurði sjálfan mig: Hvar eru minnismerkin frá þeim öldunum, er ísland laut Danmörku, öldunum, sem hafa fyllt land mitt fögrum kirkjum, herragörðum, höllum, sem minna á rómanska, gotneska og endurfæðingar tímabilin? Hefir náttúran hér nyrðra reynzt of hörð, hefir Hekla valdið of miklum brunasárum, hafa sjúkdómar herjað um of á menn °g skepnur, hefir örbirgðin orðið of sár — eða erum það við, Danir, sem höfum tekið í stað þess að gefa? Því er ekki

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.