Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 17

Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 17
Ávarp Ásmundar Guðmundssonar biskups við setningu Prestastefnu íslands 1959. Velkomnir, vinir og bræður, til þessarar prestastefnu, sem er hin sjötta og síðasta undir minni stjórn. Vil ég þakka yður ljúfa samvinnu og góðan hug, sem hefir gjört mér biskups- starfið unaðslegt og látið árin líða létt í friði og ró. Ég vil neyta þessa tækifæris, er ég hefi yður svo marga samansafn- aða hér, til þess að þakka yður fagra gjöf á sjötugsafmæli mínu og þá ekki síður ástúðina og traustið, sem fólst í óskum mest allrar prestastéttarinnar, að ég héldi áfram biskupsstörf- um um sinn, einnig eftir sjötugsaldur. Það er ekki mitt að meta, hvernig mér hefir farnazt biskups- starfið þessi 5—6 ár. En fyrst og síðast hlýt ég að segja: Drott- inn er sá, sem dæmir mig. Og við þeim dómi á ég þetta eina svar: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur". Ég hefði viljað vinna miklu meira og taka starfið fastari tökum. Málum er ólokið, sem ég ætlaði að inna af höndum. Eina afsökun mín er sú, hve starfstími minn á biskupsstóli var stuttur. Vil ég óska eftirmanni mínum þess, að honum megi auðnast að leysa vandamálin vel og giftusamlega og framganga í sann- leika og krafti náðar Guðs. Vér bjóðum hinn nývígða biskup velkominn og biðjum þess, að störf hans megi verða sem far- sælust og blessunarríkust fyrir kirkju vora og að gæfa og blessun Guðs megi jafnan fylgja sjálfum honum og ástvinum hans. Vér heilsum honum með bæn til Guðs fyrir honum og rísum úr sætum. Ekkert er oss nauðsynlegra en það að skilja köllun kirkj- unnar í dag, á þessum miklu örlagatímum vorrar jarðar, er niannkynið stendur á mótum helvegar og vegarins til lífsins. Það berst kall um löndin til allra kirkjunnar manna: Sameinizt. Stefna Lúterska heimssambandsins vottar þetta skýrt, og for- seti þess, er nú sækir oss heim. Ég hefi áður getið þess, að í

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.