Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.07.1959, Qupperneq 19
KIRKJURITIÐ 305 rek vort. Vér lofum hann og þökkum honum fyrir máttarverk Heilags Anda hans, sem hefir fylkt oss þéttar saman og lát- ið oss komast að raun um, að þrátt fyrir allt, sem skilur, erum vér eitt í Jesú Kristi.“ Þessi eining er ávöxtur Heilags Anda. Alkirkjuráðið hefir nú sent þjóðkirkju íslands eins og öðrum kirkjufélögum sínum Hvítasunnuboðskap sinn. Þar segir: „Heil- agur Andi er andi einingar, sem starfar sífellt að því að eyða sundrungu, eyða myrkvun sannleikans undursamlega um einn líkama Krists, sannleikans, er safnar öllum skírðum saman í eina fjölskyldu Guðs. Heilagur Andi er andi endurnýjunar." Hversu mikið höfum vér af þessu að læra? Vér megum ekki fella á oss neina bókstafsfjötra, heldur skul- um vér leita inn á braut andans —• hins Heilaga Anda, sem kennir oss í djúpum hjartans, hvað sé satt og rétt. Hann á að hafa úrskurðarvaldið um líf vort og starf, vera Ijós samvizku vorrar, því að hann er andi Jesú Krists. Sælir erum vér þess að eiga fagnaðarerindi hans óskorað og ómyrkvað af manna- setningum. Að sjálfsögðu er mikill munur skoðana vorra í einstökum atriðum og vér ólíkir um margt, því að fjölbreytni lífsins er mikil að vilja skaparans, en ef vér höldum fast við Krist, kenn- ing hans, líf, kærleiksfórn, upprisu, þá eigum vér innri einingu. Eg hefi lært það um liðna æfi við náin kynni af mönnunum, hve mikið gott og fagurt býr þeim í brjósti, ef það aðeins fær að njóta sín. Því vil ég treysta, og því er að treysta — svo íramarlega sem það kemst undir áhrifavald Jesú Krists. Þannig á kirkja Krists á íslandi að byggjast upp innan frá. Og það hefir hún gjört fyrir miskunn Guðs á liðnum öldum. Víðsýni og frjálslyndi samfara einlægri sannleiksást hafa ein- kennt hana. Gefi Guð, að svo megi haldast enn um ókomin hr kynslóð af kynslóð. En vér, sem unnum kirkju íslands og viljum starfa fyrir hana, skulum hver um sig umfram allt leita leiðsagnar Krists í hjörtunum og efla þannig og styrkja eining kirkjunnar þjóð vorri til blessunar. Það eitt er að þekkja sinn vitjunartíma og það, er til friðar heyrir. 20

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.