Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 24
310
KIRKJURITIÐ
staðarprestakalli 1922—24, Þóroddsstaðarprestakalli 1924—26,
Dvergasteinsprestakalli í Seyðisfirði 1926—42. Á þessum árum
hafði hann einnig með höndum nokkra aukaþjónustu. Hann var
biskupsritari frá 1942 og gegndi jafnframt ýmsum öðrum störf-
um fyrir kirkjuna. Þannig hefir hann verið í skipulagsnefnd
prestakalla frá 1948, í prestakallaskipunamefnd 1951, umsjón-
armaður kirkjugarða síðan 1952, í nefnd til þess að vinna að
undirbúningi og samræmingu kirkjulöggjafar landsins frá 1955,
formaður undirbúningsnefndar undir Skálholtshátíðina 1955
—56. Er engum kunnara en mér, af hve mikilli árvekni og
samvizkusemi hann hefir unnið þessi störf. Hann hefir verið
mér ómetanlegur samstarfsmaður sökum frábærrar þekkingar
hans á íslenzkri kirkjulöggjöf, skarpskyggni og atorku. Hefir
aðstoð hans átt sinn þátt í því að gjöra mér biskupsstarfið
léttara og ljúfara.
Þessum mönnum þakka ég störfin fyrir kirkju vora og bið
Guð að varðveita ávexti þeirra. Hann blessi þá og ástvini þeirra.
Vottum þeim virðingu og þökk með því að rísa úr sætum.
Nýir prestar.
Séra Sigurvin Elíasson var vígður sem settur prestur í Flat-
eyjarprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi 31. ágúst, sama
dag sem séra Ásgeir Ingibergsson, er ég taldi á síðustu presta-
stefnu með nýjum prestum. Séra Sigurvin er fæddur að Sjónar-
hóli í Keflavík undir Jökli 9. janúar 1918. Foreldrar: Elías
Elíasson og María Jónsdóttir. Hann lauk stúdentsprófi utan-
skóla 1953 og hóf ári síðar nám í guðfræðisdeild Háskólans.
En árið 1958 varð hann kandídat í guðfræði.
Séra Jón Bjarman vígðist 19. okt. til Lundarprestakalls í
Manitoba. Hann er fæddur á Akureyri 13. janúar 1933, sonur
Sveins Bjarmans og Guðbjargar Björnsdóttur Bjarmans. Hann
varð stúdent vorið 1954 og hóf um haustið guðfræðinám í Há-
skólanum. Hann lauk embættisprófi í guðfræði 1958 og fékk
nokkrum mánuðum síðar köllun til prests frá Lundarsöfnuði.
Hann er kvæntur Jóhönnu Pálsdóttur.
Séra Ingþór Indriöason vígðist í morgun til Herðubreiðar-
safnaðar í Langruthprestakalli í Manitoba, að fenginni köllun
þaðan. Hann er fæddur á Akureyri 26. september 1935, og eru
foreldrar hans Indriði ísfeld og Bjarnheiður Ingþórsdóttir.