Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 27

Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 27
KIRKJURITIÐ 313 veitingu Alþingis til hennar. En hún var í fyrra 1200000 kr. og í ár er hún aðeins 500000 kr. Eftir er að einangra kirkjuna, múrhúða og setja í hana hitalagnir. Bókfærður kostnaður við hana er nú um 2y2 miljón, en ætla má, að miljón krónur þurfi til að fullgera hana. í fyrra var unnið við kirkjuna fyrir um 210000 kr., við hús- ið fyrir um 97000 kr. Lóð var lagfærð og endurreist jarðgöngin fornu. Kostnaður við það og annað fleira var um 160000 kr. Gluggar í kirkjuna munu koma á þessu sumri. Þeir eru gerð- ir eftir uppdráttum Gerðar Helgadóttur. Bygging prestsseturshúsa. Fjárveiting til byggingar prestsseturshúsa lækkaði um 5 af hundraði á þessu ári, eins og fjölmargar aðrar fjárveitingar, og varð ekki að gjört. Framkvæmdir eru því með minna móti, enda hefir byggingarkostnaður hækkað mjög. Byggingu prestsseturshúss í Langholtssókn er að mestu lok- ið, en eftir að ganga frá lóð. í Sauðanesi er eftir að húða húsið utan og að Tjörn að full- gera rishæð og mála húsið. Að Stað í Súgandafirið er prestsseturshús uppsteypt, og fok- held orðin húsin á Hrafnseyri, Patreksfirði og að Kolfreyjustað. Á ýmsum stöðum hafa verið framkvæmdar viðgerðir og end- urbætur, en sökum fjárskorts hefir ekki verið unnt að ljúka við neitt. IJr skýrslu söngmálastjóra. Frá 1. júní 1958 til 1. þ. m. hafa verið stofnaðir 5 kirkju- kórar: Sleðbrjótskirkju í N.-Múlaprófastsdæmi, Seláss og Ár- bæjarbyggða í Kjalarnessprófastsdæmi, Melstaðarkirkju í Húna- vatnsprófastsdæmi, Staðarbakkakirkju í sama prófastsdæmi og Saurbæjarsóknar í Kjalarnessprófastsdæmi. Þannig hafa alls verið stofnaðir 199 þjóðkirkjukórar. Þeim kórum f jölgar stöðugt, sem annast ekki aðeins söng við kirkjulegar athafnir, heldur einnig á öðrum samkomum og ganga í kirkjukórasamband héraðs síns og Kirkjukórasamband íslands. Mikil þörf er á því, að barnakórar verði einnig stofnaðir við kirkjurnar.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.