Kirkjuritið - 01.07.1959, Síða 31
KIRKJURITIÐ
317
endurtaki hér nokkuð af því, er þar stendur. Vil ég aðeins
leggja mikla áherzlu á það, hvers virði það er fyrir kirkjuna
að eignast slíka stofnun sem kirkjuþing er. Að vísu tel ég Al-
þingi ekki hafa að þessu sinni tekið nægilegt tillit til samþykkta
þess. En ég hygg, að á komandi árum fari áhrif kirkjuþingsins
vaxandi.
Sérstaklega vil ég geta eins þeirra mála, sem tekin voru til
meðferðar: Tillögu til þingsályktunar um starfssjóð hinnar
evangelisk-lútersku kirkju á Islandi. Fluttu þeir hana Stein-
grímur Benediktsson og Sigurður Gunnarsson. Var tillagan
sem hér segir: „Kirkjuþingið ályktar að beina til Alþingis til-
mælum um heimild til að hækka sóknargjöldin um kr. 5.00 á
hvern gjaldskyldan safnaðarmeðlim að viðbættri vísitölu. Fé
það, sem þannig kemur inn, skal renna í sérstakan sjóð, sem
Kirkjuráð ber ábyrgð á og veitir fé úr. Hlutverk sjóðsins skal
vera að styðja sérhvað það, sem verða má til uppörvunar,
fræðslu og uppbyggingar í kristilegu starfi.“
Málinu var vísað með samhljóða atkvæðum til Kirkjuráðs,
er ákvað að leita um það álits safnaðarfunda og héraðsfunda.
Skrifaði ég því næst sóknarnefndum og safnaðarfulltrúum,
m. a. á þessa leið: „Málið er hið merkasta og gæti orðið til
eflingar starfi kirkjunnar. Einkum er það tvennt, sem mjög
þarf að vinna að í söfnuðunum: Að fegra og bæta kirkjusöng-
inn og glæða kristilegt æskulýðsstarf og sunnudagaskólahald.
Myndi jafnvel nauðsynlegt að ráða mann til þess að ferðast
um landið og veita aðstoð til stofnunar kristilegra æskulýðs-
félaga og láta alls konar leiðbeiningar í té í slíkum málum.
Mætti ætla, að söfnuðir myndu skjótt finna, að þessari litlu
hækkun á kirkjugjaldi væri vel varið. Þess er vænzt, að málið
verði rætt og athugað sem bezt.“
Kirkjuráð.
Hið nýja kirkjuráð, sem kosið var af kirkjuþingi, hélt með
biskupi fundi 22. og 29. október, 6. nóv. og 19.—21. jan. Hefir
þegar verið skýrt frá helztu samþykktum þess í Kirkjuritinu,
og læt ég nægja að vísa til þess. í ráðinu eru þessir menn:
Biskup íslands, forseti, Gísli Sveinsson, varaforseti, séra Jón
Þorvarðsson, séra Þorgrímur Sigurðsson og Þórarinn Þórarins-
son skólastjóri.