Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 32

Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 32
318 KIRKJURITIÐ Samband við erlend kirkjufélög. Á synódusárinu var enginn stjórnarfundur haldinn í Kirkna- sambandi Norðurlanda. Er mér óljóst, hvað valdið hefir, nema vera kunni lát forsetans, Kristians Hanssons ráðuneytisstjóra í kirkjumálaráðuneytinu norska. Var allt samstarf með hon- um mjög ánægjulegt. Þjóðkirkja íslands tók nokkurn þátt í hjálparstarfi Lúterska heimssambandsins, sendi hún um 4 smálestir af meðalalýsi til Hong Kong og 1 til Póllands, og 1 smálest af saltfiski til Jerú- salem. Er í þessum efnum farið að ráðum Heimssambandsins, sem veit glöggt, hvar þörfin er mest. Fjársöfnun til slíkra gjafa þarf að halda áfram undir for- ystu prestanna og biskups og fara vaxandi. Einkum mun vera voðaleg eymdin og neyðin í Hong Kong. Fjármál. Ekknasjóður íslands var um síðustu áramót 136673.01 kr., og hafði þannig vaxið á árinu 1958 um kr. 27065.84. Eftir nýár var honum afhent viðskiptabók við Sparisjóð Reykjavíkur með 12424.51 kr. innstæðu, þar af 7783 kr. gjöf frá féhirði sjóðs- ins, Einari Jónssyni, ágóði af sýningum í Tívolí sumarið 1958. Ennfremur veitti Líknarsjóður íslands Ekknasjóði 5000 kr., og á merkjasöludegi Ekknasjóðs 8. marz söfnuðust alls 38235.16 krónur. Úr sjóðnum er nú í fyrsta sínn veittur styrkur, tveimur ekkjum, annarri 7000 kr. og hinni 3000 kr. Styrktarsjóður áfengissjúklinga. Fjársöfnun til skýlis drykkjumanna nam alls 86128.34 kr. Af því fé var greitt fyrir gisting drykkjumanna í Herkastal- anum 25. jan.—30. apríl f. á. 25365.90 kr. En stofnkostnað all- an greiddi Reykjavíkurbær, svo sem legubekki og rúmfatnað. Ekki þótti tiltækilegt að reka gistiskýli síðastliðinn vetur, af ýmsum ástæðum, og var því horfið að því ráði að stofna sér- stakan sjóð, „Styrktarsjóð áfengissjúklinga“, og leggja í hann eftirstöðvar fjársöfnunarinnar 60762.44. En Reykjavíkurbær samþykkti að leggja fram á móti 55462.40 kr. Verður sjóður þessi afhentur Bláa Bandinu með þeirri skyldukvöð, að það

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.