Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 36

Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 36
322 KIRKJURITIÐ Æskulýðsnefndin mun síðar á prestastefnunni gjöra nánar grein fyrir störfum sínum. Blöð og bækur. Kirkjuritið hefir komið út í 10 heftum á ári, og er það nú að verða aldarfjórðungs gamalt. Ennfremur koma út: Bjarmi, Æskulýðsblaðið á Akureyri, Geisli á Bíldudal, Ljósberinn og ýms safnaðarblöð, svo sem Dómkirkjunnar, Langholtssóknar, Hálsprestakalls, Grenjaðarstaðar, Húsavíkur og Neskaupstaðar. Ennfremur hefir sér Halldór Kolbeins gefið út nokkur eintök af blaði í sínu prestakalli. Skömmu fyrir jólin komu út prédikanir séra Jóns Auðuns dómprófasts, er hann nefnir: Kirkjan og skýjakljúfurinn. Þetta er hin merkilegasta bók, og unun að lesa sökum rökfestu höf- undar og andríkis. Líkist hann í ýmsu læriföður sínum, séra Haraldi Níelssyni, hinum mikla kennimanni. Enn má nefna bókina Skálholtshátíðina, sem er lýsing á hátíðahöldunum í Skálholti og Reykjavík sunnudaginn og mánu- daginn 1,—2. júlí 1956, og tók séra Sveinn Víkingur saman. Síðari helmingur bókarinnar er ágætar sögulegar ritgerðir eftir prófessorana dr. Jón Jóhannesson og dr. Magnús Jónsson og séra Benjamín Kristjánsson. Á liðnu ári kom einnig út eftir dr. Magnús Jónsson síðari hluti níunda bindis af sögu íslendinga, en í því er fyrsti kafl- inn um kirkjumál íslendinga 1874—1903, ýtarlegur og fróð- legur. Nokkrir prestar og aðrir kirkjunnar menn hafa skrifað grein- ar og greinaflokka um kristindómsmál í ýms blöð og tímarit, og eiga fyrir það þakkir skildar. Skýrslu minni er nú lokið. Ég hefi sagt nokkru nánar frá með tilliti til þess, að henni er útvarpað til allrar þjóðarinnar. Ég veit, að marga langar til að fylgjast sem bezt með störfum kirkjunnar og að frásögnin um þau getur orðið þeim sjálfum hvöt til starfa. En markið er það, að allir starfi með að þess- um heilögu málum, svo að þjóðin og kirkjan verði eitt og hið sama.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.