Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 45

Kirkjuritið - 01.07.1959, Page 45
KIRKJURITIÐ 331 Og þessi maður, það var einmitt ég, og þá var mikil gleði í brjósti mínu. -—■ En síðan hafa liðið ótal ár. Svipaður söknuður er nú í brjóstum margra vina hans. Mestur er þó harmurinn í hjarta konu hans og kjördóttur. Heimilið var víðfrægt að gestrisni og unaði, meðan allt lék i lyndi. En nú hafði séra Helgi barizt við dauðann í meira en tvö ár. Oft í miklu návígi. Hann bugaðist aldrei, en hitt er lika víst, að konan hans umvafði hann þeirri umhyggju og rétti honum slíka hjálparhönd, að honum fannst hún að hálfu bera af sér höggin og draga meira og minna sviðann úr sárunum. Meðan hann með nokkru móti mátti, hélt hann sér uppi, vann skyldustörf sín, ferðaðist jafnvel til Ameríku í fyrra í félagserindum. Nú er hann horfinn, — en sú er bót í máli, að séra Helgi var einn þeirra manna, sem oss finnst þjóð vor mega vera stolt af að missa. Ég veit, hvernig séra Helgi Konráðsson leit á köllun sína og sitt aðalæfistarf. Það er langt síðan það barst í tal á milli okk- ar> °S ég heyrði hann líka einhvern tíma nefna það í prédikun. Hann sagði, að það væri mikil náð, — stórkostlegt hlutverk að vera leyft að bera boð Drottins, — koma til manna í nafni hans. Meðan kirkjan á þá menn, sem svo hugsa og það vilja, er vel, og þjóðin á þeim þjónum hennar gott að gjalda. Laun Drottins felast í þessu fyrirheiti: Þar sem eg er, þar skal og þjónn minn vera. Æðra og betra er ekki unnt að þrá eða bera úr býtum. Gunnar Árnason. Því ræður tilviljun, hvort menn eru af aðalsættum; göfugmann- leg breytni er hins vegar einkenni mikilmenna. — Goldoni. # Trú og kærleiki er höfuðeinkenni kristins lífernis. •— Lúther. # Hvergi er jafn unaðssælt og við eigin arin. — Cicero.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.