Kirkjuritið - 01.07.1959, Side 48
334
ICIRKJURITIÐ
ákaflega fróðlegt og heillandi efni. Það opnar ný sjónarsvið.
Vísindamennirnir virðast sammála um, að einhvern tíma í fjar-
lægri framtíð muni að því reka, að jörðin næri ekki hinn minnsta
lífsvott framar. Löngu áður en komið er á þetta stig, verður
mannkynið útdautt, rétt eins og margar tegundir þeirra lífvera,
sem ekki gátu samlagazt breyttum aðstæðum. Varla er unnt
að komast hjá að draga af þessu þá ályktun, að úr því svona
fer, sé allt þetta þróunarstand vita gagnslaust, já, raunar sé
öll sú framrás, sem leiddi til sköpunar mannsins, stórkostlega
fáránleg af náttúrunnar hendi. Legg ég þá sömu merkingu í
orðið stórkostlegur og þegar rætt er um eldgos í Kilauea eða
Mississippi í stórflóði — fáránlegt er það, hvað sem öllu öðru
líður. Því að enginn hugsandi maður getur börið á móti því, að
óhamingjan hefir skipað svo mörgum sinnum meira rúm en
hamingjan í allri veraldarsögunni. Aðeins stopular stundir hef-
ir maðurinn lifað án þess að óttast, að sér ógnuðu voveifleg
endalok. Hitt er ekki rétt, sem Hobbes fullyrti, að það væri
aðeins á frumstigi, sem mannlífið væri einmanalegt, fátæk-
legt, viðbjóðslegt, grimmúðugt og skammvinnt. Trúin á annað
líf hefir á umliðnum öldum heitið mörgum hæfilegum upp-
bótum fyrir alla erfiðleika hinnar stuttu dvalar í þessum sorg-
ardal.. Þeir eru sælir. Trúin ieysir fyrir þá, sem hana eiga, úr
vandamálum, sem skynseminni virðast óleysanleg. Sumir hafa
eignað listinni gildi, sem réttlæti hana hvað sem öðru líði,
og þeir hafa talið sér trú um, að ófarir alls almennings væru
ekki of hátt gjald fyrir hina dýrðlegu framleiðslu málarans og
skáldsins.
Ég lít þessa afstöðu óhýru auga. Mér virðast þeir heimspek-
ingar hafa haft rétt fyrir sér, sem staðhæfðu, að gildi listar
fælist í áhrifum hennar. Af því drógu þeir þá eðlilegu ályktun,
að gildi hennar fælist ekki í fegurð, heldur réttum verknaði.
Því að áhrif eru einskisverð nema þau hafi einhverja skapandi
afleiðingu. Sé listin aðeins til unaðar, þá hefur hún enga veru-
lega þýðingu, hve andleg sem hún er. Henni er þá líkt farið og
útskurðinum á súlnahöfðunum, sem hinar miklu hvelfingar hvíla
á. Fegurð þeirra og margbreytni gleður augað, en þeirra er engin
nauðsyn sakir byggingarinnar. Leiði listin ekki til ákjósanlegra
athafna, er hún ekkert annað en deyfilyf fyrir menntalýðinn.
Ekki þarf því að gera sér neinar vonir um, að listin létti neitt