Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 8
Kveðja norræna biskupafundarins, sem haldinn var í Finnlandi 24.-28. ág. 1961 Biskupar Noröurlanda hafa komið saman í Finnlandi til venjulegs fundar síns og rætt sameiginleg málefni. Fundinn bar upp á tíma, þegar miklar viðsjár eru í heiminum. 1 þeim aðstæðum sendum vér þessa kveðju til kirkna og þjóða Norðurlanda. Það eru kjör mannlegs lífs, að ljós og skuggar skiptast á. Vér freistumst því ýmist til oflætis eða ótta og örvæntiugar. Hvað svo sem yfir oss kann að dynja, inegurn vér ekki gleyma því, að sá Guð, sem vér höfum lært að þekkja í Kristi, er hinn sami í gær og í dag og að eilífu. Almætti hans og náð standa óhögguð einnig í vorri kynslóð. Auðmýkjum oss undir Guðs voldugu hönd, svo að lögmál Guðs og evangelíum verði í reynd salt og ljós í lífi þjóða vorra. Látum ekki truflast af auðnubrigðum tímanna. Því að eng- inn dagur er svo bjartur, að vér getum í ofmetnaði tekið ör- lög vor í eigin hendur, og enginn svo dinnnur, að hönd al- máttugs Guðs geti eigi geymt oss. Þreytumst ekki að biðja fyrir vorum norrænu Jijóðum og ríkisstjórnum þeirra, né lieldur fyrir leiðtogum stórveldanna og Sameinuðu Jijóðanna, að Guð stýri liugsun þeirra og gjörð- um og lians vilji með Jijóðirnar verði. Lárkkulla, Finnlandi, 28. ágúst 1961 Fyrir norræna biskupafundinn: Sigurbjörn Einarsson, tslandi, Gunnar Hultgren, Sviþjóð, Halfdan Högsbro, Danmörku, llmari Salomies, Finnlandi, Johannes Smemo, IXoregi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.