Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 9

Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 9
Mynd frá Afríku 1 DAG barsl mér úrklippa úr kanadisku vikuriti. Hún sýndi nokkra svertingja, sem dansa úti á götu í bæ einum í Norður- Ródesíu. — Dans í svertingjaþorpi á ekkert skylt við venju- legan evrópeiskan dans, sent stiginn er af karli og konu sarnan og danslaga-kvæðið er fyrirfram samið. Dansinn er tjáning svertingjans í gleði og sorg, tjáning lífsins sjálfs, samruni einstaklinganna í eina lífbeild. Á kvöldin, þegar vinnu lýk- ur, safnast fólkið saman, og einhver bvrjar að kveða og stíg- ur dansinn um leið. Kvæðið er ort samtímis, eins og þegar móðir raular hendingar frá eigin brjósti við barnið sitt, með því lagi eða brynjandi, sem henni kemur í hug um leið. Jafnvel eftir að svertingjarnir flytja frá sínurn fornu ættar- stöðvum, til iðnaðar og námuþorpa, balda þeir áfram að dansa. Af þessu fengum við lijónin merkilega og lífræna lýsingu í fyrra, er við hlustuðum á danskan prest, sem er þaulkunnug- ur sál Afríkumannsins. Við einn dansinn, sem bann var vottur að, hljóðaði viðkvæðið jiannig: „Guð bvíta mannsins er klukkan“. Á myndinni, sem ég bef fyrir framan mig, er verið að dansa. Kn mitt á meðal hinna dansandi svertingja, er livít kona, sem tekur þátt í því, er fram fer af lífi og sál. Hún er fríð sýnuni, glaðleg og braustleg. Þetta er Essie Jobnson. Mörg ár eru nú liðin síðan Essie kom eitt sinn að dyrum prestssetursins í Wynyard og bafði þá gengið í gegnum sára eldraun. Hún var vel kunnug okkur lijónunum. Essie var af írskum eða skozkum ættum, en gift íslendingi, Gunnsteini Johnson skólastjóra. Hún var kennari. Bæði voru þau bráð- gáfuð, vel menntuð og áttu kost á úrvalsstöðum við stóra skóla í stórum bæ. En þau kusu heldur lítinn skóla í litlu þorpi og böfðu bugsað sér að byggja bann upp, bæta við liann bekkj-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.