Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 13

Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 13
KIRKJURITIÐ 395 aðarerindið nokkurri þjóð, án þess að búast við, að hún átti sig á því, að séu allir synir sama föður, sé manngildi þeirra hið sama“. „Og þú getur ekki sagt við mann, að hann hafi mann- gildi, án þess að liann fái löngun til að rísa á fætur og taka sér sæti meðal annars fólks“. Þeir, sem eitthvað lítillega hafa fylgzt með kristniboðsmál- um og þróun þeirra, finna sennilega ekkert nýtt í því, sem hér hefur verið sagt frá. Allir vita, að víða um lönd eru mjög breytt- ar aðstæður frá því, er áður var. Sú stefnubreyting í trúboðs- málunum, sem Essie segir frá, hefur átt langan aðdraganda. Hér kemur aðallega tvennt í ljós. 1 fyrsta lagi, að trúboðið er að verða óháð hinum pólitísku stjórnarvöldum, bæði í vit- und þjóðarinnar, sem starfað er meðal, og þeirra, sem að trú- boðinu standa. 1 öðru lagi ber þetta vott um, að trúboð garnla tímans hefur borið þann árangur, að nýjar, kristnar kirkju- deildir eru þess víðar umkomnar að halda áfram á eigin spýt- ur. — Þegar ég las viðtalið við Essie Johnson, rifjaðist upp fyrir mér hugmynd, sem raunar hefur alltaf verið mér í huga, síðan ég sat kirkjuþingið í Amsterdam, við stofnun Alkirkjuráðsins. Því er ekki að leyna, að í hinni gömlu Evrópu hefur verið hnignun í kirkju- og trúarlífi, þegar á heildina er litið. Það þarf ekki austur fyrir járntjald til að finna, að fremur lítið er lagt upp úr hinum kirkjulega áhrifum á menningu og þjóð- líf. Við Islendingar höfum heldur ekki af miklu að státa í þessu efni, frernur en aðrir. En ég er ekki einn um þá von, að það verði hinar ungu kirkjur Asíu og Afríku, sem eigi eftir að hlása í glóðina, svo að eldurinn taki að loga skærar á ný. Eftirtektaverð eru niðurlagsorðin í viðtalinu við Essie Johnson. „Áður fyrr“, segir liún, ,„vorum við vön að trúa því, að við kæmum til að flytja Krist til Afríku. Nú vitum við, að við komum liingað til að finna Krist“. Jukob Júnsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.