Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Side 18

Kirkjuritið - 01.11.1961, Side 18
400 KIRKJURITIÐ liafi verift' búin að færa þá báða í fjötra, sem þeim reyndist um niegn að slíta, þótt þeir fegnir vildu. Og þar sem formið liafði þeim frá fyrstu verið enn hugleiknara en efnið, voru þeir svo raunsæir að þeir vissu, að þeir liöfðu náð liápunkti listar sinnar. Höfuðsköpun þeirra var lokið. Báðir voru svartsýnir að eðlisfari, þunglyndir í aðra rönd- ina. Hvorugur átti að því er talið er bjargfasta lífstrú — sann- færingu um ákveðinn og farsælan tilgang mannlífsins — né örugga vissu um persónulegt frambaldslíf. Þeim gekk bins vegar lijarta nærri lielstefnan og vígaspárnar. Því kusu þeir ef til vill að flýta förinni inn í „tómið“, sem þeir lengi böfðu bugsað til. „Vonarsnauða vissan veldur köldu svari“. Það hefur löngum verið liarmsár reynd. Kirkjufundurinn Hinn almenni kirkjufundur, sem haldinn var í lok síðasta mánaðar, var bryggilega illa sóttur. Fvrst og fremst af leik- mönnum. Hefði ekki annar fjölmennur landsfundur staðið yfir sömu dagana, befði samt að öllum líkindum farið enn verr. Fundir þessir voru hið ágætasta nýmæli á sínum tíma. Hafa líka ýmsu góðu til vegar komið. En ég ætla að tilhögun þeirra og tími sé úrelt. Kirkjuþingið o. fl. liefur að miklu leyti leyst þá af hólmi, sem umræðu- og ályktunarfundi um kirkjulega starfs- bætti. Það ætti að steypa þá upp. Móta úr þeim líka hreyfingu og þýzki kirkjudagurinn er. Eins til þriggja daga mót þúsunda áliugamanna um kirkju og kristni, sem baldið væri í lok presta- stefnunnar í júní. Ekki til að gera neinar samþvkktir. Heldur til nokkurrar fræðslu og kynningar. En fyrst og fremst bein- línis til áróðurs og vakningar. Til að auglýsa líf og mátt kirkj- unnar í þessu landi — þar sem menn vilja þó gjarnan verða enn kristnari. Lífgrös Það befur tíðkast undanfarið að telja flest ráð og revnslu- sagnir aljiýðumanna fyrr og síðar, tómar kerlingabækur og bindurvitni. Málsbátturinn, að oft sé Jiað gott, er gamlir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.