Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 19

Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 19
KIRKJURITIÐ 401 kveða, átti að vera afsannaður. Ekki mátti til dæmis nefna að ólærðir smáskammtalæknar og lieimaaldar grasakonur hefðu kunnað nokkuð fyrir sér að gagni. Aðeins talið til athlægis að ímynda sér, að ef til vill liefði þess liáttar fólk vitað einhver meðul, sem hálærðum nútíma læknum væru nú lítt kunn. En smám saman kemur upp úr kafinu að vér erum ekki að öllu leyti vitrari feðrunum. Islenzkur læknir hefur nýlega getið sér mikið frægðarorð erlendis fyrir að færa sönnur á, að fornt húsráð við bruna, — að bera kalt vatn á sárið, hafi verið mikið snjallræði. Og til eru fleiri dæmi um að „balsöm“ hinna gömlu græðara unnin úr lífgrösum náttúrunnar, voru sízt síðri en sum meðöl nú- tímans. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvort ekki muni fara líkt um „lífgrös trúarinnar“ — svo sem bænina og barnstraustið. Að aftur verði almennt tekið að leiða að þeim hugann. Og þá reynist það sem fyrr, að fátt hefur meiri græðslumátt, né vekur svo nýjan þrótt. Gunnar Árnason. TVÆR GAMLAR VÍSUR Dagana alla, Drottinn minn dilli ]>ér á örmum; sútargalla sefi þinn sólarhallakongurinn. Tíminn líöur, trútfu mér, taktu maSur vara á þér; heimurinn er sem liálagler, hugsaSti um hvaS á eftir fer. 26 L

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.