Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 20
Dr. theol. Kristinn Ólafsson
kirkjufélagsforseti
F. 28. sept. 1880 — D. 27. júní 1961
FUNDUM okkar séra Kristins Ólafssonar bar aðeins saman
tvisvar sinnum.
Hið fyrra sinn var það á mjög fjölmennu kirkjuþingi í
Kaupmannahöfn vorið 1929. Sóttu það lúterskir menn frá
ýmsum löndum, og var séra Kristinn meðal fulltrúanna vest-
an um haf. Hami var þá forseti Hins evangelisk-lúterska kirkju-
félags Islendinga í Vesturheimi og á hátindi þroska síns. Hann
vakti þegar athvgli mína, og ég hygg margra annarra fundar-
manna. Hann var mikill
vexti, hærri en allur lýður,
fríður sýnum og mjög karl-
mannlegur, einheittur á svip
og nokkuð harðlegur, laus
við mælgi og helgislepju.
Leyndi sér ekki, að þar var
kirkjuhöfðingi á ferð, mað-
ur, sem vissi, livað hann
vildi, og myndi hvergi víkja
frá sannfæringu sinni. Mátti
vel láta sér í hug koma hið
fornkveðna, að hetri mvndi
fylgd lians en tíu annara.
★
Séra Ivristinn var fyrsta
íslenzka harnið, sem fæddist
í Garðarbyggð í Norður-Da-
kota. Bjuggu þar foreldrar
hans, Kristinn Ólafsson og
Katrín Ólafsdóttir, en þau
fluttust úr Eyjafirði vestur
um haf árið 1873. Börn