Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 23

Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 23
KIRKJURITIÐ 405 Þeim söfnuði þjónaði liann 1944—1949, þá Krists-kirkju í Sharon í Wisconsin 1949—1954 og loks Rock Grove prestakalli í Illinois 1954—1960. Þannig var liann prestur alls í 56 ár. ★ í síðara sinnið bar fundum okkar séra Kristins saman 3. september 1957. Það átti ég að þakka Árna Helgasyni ræðis- manni, sem ók mér í bíl sínum norður til Rock Grove, um 100 mílna leið. Séra Kristinn var heima og frú Etliel, kona lians. En áður hafði séra Kristinn átt tvær konur og með þeim sex börn mjög vel gefin. Hin fyrri lézt 1913 og bin síðari 1942. Nú voru þau bjón ein og liöfðu lítið um sig. Embættið var ekki stórt, átti séra Kristinn að þjóna tveimur fámennum söfnuðum: Heilagsandasöfnuði og St. Páls söfnuði. Andrúms- loftið var unaðslega blýtt í litlu stofunum og okkur tekið eins og beztu vinum. Um margt var að tala. Var fljótt auðfundið, að andi séra Kristins gat bafizt liátt, þótt liöfuð væri orðið lotið og lierðar. Hann ræddi um kirkjuna og Krist, gagnorður og lxvergi myrkur í máli, snjall sem fyrr: Einu vopnin, sem kirkjunni eru fengin til baráttu fyrir mál- efni Jesú Krists í krafti Heilags anda, eru trúarsannfœring og fordœmi. Bi-óSurþel á aS ríkja. UmrœSur um trúmád eru betri en dekur. Æsing og þrœtugirni lúeypa fremur liita í málin en bregSa birtu yfir þau. ÞaS er Kristur, sem reisir kirkju sína. Alls staSar, þar sem sæSi fagnaSarerindisins er sáS í trú og þaS vökvaS, þar er örugg uppskeran. Sannleikurinn, sem viS eigum, varSveilist svo bezt, aS viS berum honum skýrt og Ijóst vitni í verki. Hann er í raun og veru bezta vernd sín sjálfs. ÞaS er mikilvægt aS stySja aSra til trúmennsku, og til þess þarf mikinn kærleik og speki. En bezta hjálpin öSrum til handa er sú, aS viS sjálf séum trú. ÞaS varSveitir einnig ör- ugglegast málefni Krists. Inni í skrifstofu sinni sýndi séra Kristinn mér bók mína. Æfi Jesú, og það, sem liann var búinn að þýða af lienni á

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.