Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 30

Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 30
412 KIRKJURITIÐ um aukið arðrán, þar sem verðhækkun í Sovét-ríkjunum var þýðingarniikið efnahagslegt framlag til uppbyggingar social- ismans. Á sama hátt voru fátækraliverfi á Vesturlöndum skoðuð sem sönnun fyrir lélegum lífskjörum vinnandi fólks í auðvaldslöndunum, þar sem sams konar fyrirbæri í Moskvu voru einungis leifar frá liðnum tíma. Þessi dæmi um kommúnistiskan hugsanagang leiða alveg að kjarna málsins og afhjúpa það sem máli skiptir fyrir hið kommúnistiska uppeldiskerfi allt. Það gengur út frá því, að flokkurinn einn þekki hinn hlutlæga sannleika á öllum svið- um, og manninum sé bezt þjónað með því að leyfa lionum einungis að kynnast sannleika flokksins. Það er um að gera að hamra hina réttu trú inn í vitund fólksins, og alls ekkert það er til, er þessari trú sé óviðkomandi. Það er heildarsýn, sem hér er um að ræða og kommúnisminn birtist sem heims- skoðun, er spannar alla hluti. Sannleikur er einfaldlega það, sem er í samræmi við hagsmuni flokksins. Herbúnaður get- ur verið nytsamlegur eða fráleitur, -— það fer eftir því hvort það eru kommúnistisk samfélög, sem hann á að vernda, — eða borgaraleg lönd. Á kerfisbundinn og samræmdan hátt eru allir borgarar kommúnistaríkjanna aldir upp með það fyrir augum, að þeir í sérliverjum aðstæðum megi sjá alla hluti frá aðeins einni hlið, — flokksins. Hin marxistisk-leninistiska siðfræði er ein- faldlega „eina vísindalega siðgæðishugsjónin“ og öll önnur sjónarmð eru af liinu illa. Út frá þessum grundvallarforsendum verður að skoða til- raunirnar í hinum ýmsu kommúnistaríkjum til að skapa „mót- kirkjur“. Þar sem flokkurinn ávallt hefur rétt fyrir sér, er það auðvitað fráleitt, frá kommúnistisku sjónarmiði, að í lireinu socialistisku, stéttlausu samfélagi, séu öfl til staðar, er í viss- um tilfellum setji spurningarmerki við óskeikulleikann. Og kirkjan, sem byggir á mætti utan og ofan mannsins, er að sjálf- sögðu í mesta máta óáreiðanlegur aðilji, sem í eðli sínu er af liinu illa og auk þess alveg óþörf, þar sem bin hugsjónalega efnishyggja gerir kröfu til þess að geta útskýrt alla hluti. Kommúnistar vilja ekki aðeins hafa stjórntauma ríkisins i liöndum sér og ráða vfir framleiðslutækjunum, þ. e. a. s. vera ,,verksmiðjustjórn“, heldur vilja þeir einnig móta liugsana-

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.