Kirkjuritið - 01.11.1961, Qupperneq 32
Guðspjall af grösum og trjám
Rœ&a í Vaglaskógi
E INU sinni var maður staddur viS þyrnirunn, seni logaSi en
brann þó ekki. Þessi maSur beyrSi rödd, sem sagði: „Drag skó
þína af fótum þér, því aS staðurinn, sem þú stendur á, er beilö"
jörð“
Honum varð bverft við. Slíkt ávarp bafði bann ekki beyrt
fyrr. Hann var bara sauðabirðir undir Hórebsfjalli o;; hafði
aldrei komið til hugar, að slík undur gætu gerzt. Og enn þa
meira undrandi og hræddur varð bann, þegar röddin skipaði
honum að gerast leiðtogi og bjargvættur þjóðar sinnar. Honum
fannst þetta vera fullkomin fjarstæða.
En röddin sagði. Ég skal vera með munni þínum og kenna
þér, bvað þú skalt mæla. Og staf þennan skalt þú hafa í liendi
og með bonum vinna máttarverk.
Þessi maður liét Móse. Hann varð seinna mikill spámaður og
stofnandi nýrrar beimsmenningar.
Þegar ég var beðinn að segja nokkur orð á þessari samkoniUi
var mín fvrsta spurning þessi: Um livað á ég að tala? Fáið niér
gott guðspjall til að leggja út af, og þá er ég alltaf reiðubúinn.
En hver mundi reyndar Iiugsa um slíkt úti í náttúrunnar ríki ?
Hingað eru menn komnir til að hvílast og gleðjast og varpa af
sér áhyggjum bversdagsins um stund. Hver mundi þá hlusta a
rödd úr þyrnirunnanum, eða fara eftir benni?
Ef vér lítum Iiér í kringum oss, þar sem skógurinn angar, er
það fljótséð, að nærtæk verða umræðuefnin. Einnig bér logar
bver runnur og talar tungum eins og forðum. Jafnvel steinarnir
tala um stórmerki Guðs. Hér má lesa guðspjöll af grösum og
trjám.