Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 33

Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 33
KIRKJURITIÐ 415 Hér er Guðs hús Endur fyrir löngu var einn af ættfeðrum Israelsþjóðarinnar á ferð, landflótta undan liefnd bróður síns. Samvizka lians var óróleg, og kvíði nagaði hjartaræturnar. Hann fór einn saman huldu liöfði um evðilega staði, og lagðist að kveldi dags til hvíldar úti á víðavangi með stein undir vanga. En þá um nóttina dreymdi hann undursamlegan draum. Hann sá stiga standa á jörðunni og náði efri endi hans allt til liimins. Og englar Guðs fóru upp og ofan stigann. En hjá honum stóð sjálfur Guð og sagði: Ég er guð feðra þinna. Land- ið, sem þú hvílist á mun ég gefa þér. Og sjá, ég er með þér og varðveiti þig hvert sem þú ferð. Ekki mun ég yfirgefa þig, fyrr en ég hef gert það, sem ég hef heitið þér. Þá vaknaði Jakob af svefni sínum og mælti: Sannarlega er Orottinn á þessum stað og ég vissi það ekki. Hér er Guðs hús og hér er hlið himinsins. Getum vér ekki sagt liið sama? Draumastiginn „Sannarlega er drottinn á þessum stað, og ég vissi það ekki“. Þetta gæti verið yfirskriftin og lýsingin á öllu voru einmana- lega ferðaflakki á þessari jörð. Margur er sá, sem missir til- finninguna fyrir nálægð Guðs, brýtur á móti hróður sínum og lieldur leiðar sinnar þjáður á sál og samvizku, sér ekkert annað en auðn og myrkur. Hann flýr hæði sjálfan sig og aðra, vansæll. Hann villist um auðnina og óttast hætturnar, sem livarvetna liggja í leyni. Hvílík opinherun er það slíkum manni, ef hann kemur allt í einu auga á draumastigann, skynj- ar að himininn er í stöðugri snertingu við jörðina, drottinn er með oss, hvert sem við förum, jafnvel livaða glappaskot, sem vér kunnum að hafa gert. Og hann mun ekki skiljast við oss, fyrr en liann liefur leitt oss heim aftur. Að drottinn sé með oss, um það vitnar hið volduga sköp- unarverk allt í kringum oss. Ef Guð skrýðir svo gras vallar- ms, sem í dag stendur en á morgun verður í ofn kastað, skyldi Eann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér lítiltrúaðir? Erottinn er með oss sem verndari og vinur á vegferð ævinnar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.