Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 36

Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 36
418 KIRKJURITIÐ og liver sem tilraunina gerir mun reyna öll undur, sem þjóS- trúin kann frá að segja. Því að krossgöturnar eru hér og lxvar sem vér stöndum, ef oss aðeins tekst að svipta af oss hinu þunga oki vanans og sjá með skyggnum augum, að vegur er undir, vegur yfir og vegur á alla vegu. Lífið er takmarkalaust og á óteljandi leiðir. Það stendur á oss að koma auga á þær. Jónsmessunæturnar eru of fáar í lífi voru, ofsjaldan þráum vér eða viljum verða skyggn á það undur lífsins, sem umkringir oss. Vér gerum frekar hið gagnstæða, vefjurn oss í hlekkingum, deyfum oss með ólyfjan. Á Jónsmessunóttum fljóta upp óskasteinarnir og vér finn- um þá. Óskasteinarnir eru í vorri eigin sál. Þeir eru liugsjónir vorar og vilji til framkvæmda. Mikið er undir því komið, að óskirnar fæðist meðan augun em skyggn og uppsprettulindir hjartans hreinar. Sjaldan hef ég flotinu neitað ]>eir, sem sitja á krossgötum, þurfa að kunna að greina ger- semar frá öðru, sem minna er um vert, láta eilíf gæði sitja í fyrirrúmi fyrir hinum stundlegu. Eins og Esaú seldi frum- hurðarrétt sinn fyrir baunarétt, þannig fór fyrir manninum sem sagði: Sjaldan lief ég flotinu neitað. Hann fékk sitt flot, en tapaði gersemum. I}að er eins og þessi freisting sé rík með oss enn í dag. Allt er niiðað við flotið. Nokkur umræða hefur orðið um það í sumar, að nytjaskóg- ur geti aldrei þrifist á Islandi, draumurinn um að klæða landið sé fjarstæða. Menn hafa liorft svo lengi á vindblásin börð og örfoka mela lands vors, að þeir fást ekki til að trúa því að jietta geti öðru vísi verið né eigi öðru vísi að vera. Með sömu lieimspeki ætti bóndinn að varast að leggja liönd á plóginn og hreyfa við þúfnakarganum umhverfis bæinn. Það var líka ldegið dátt að Sæmundi Hólm, jiegar liann byrjaði að plægja túnið á Helgafelli og sagt að liann væri að eyðileggja það. Svona getur vaninn gert menn blinda. En látum Jiað nú gott heita, sem jió er auðvitað markleysa, að ekki sé liægt að rækta

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.