Kirkjuritið - 01.11.1961, Page 43
KIRKJURITIÐ
425
{icssu starfi og vill sainbandið þakka öllum, sem þegar liafa lagt því lið'
En til þess að þarna geti hafizt öflugt starf fyrir æskuna þarf samstilltan
hug niargra. En ÆSK er þess fullviss, að sá skilningur sé fyrir liendi og
innan skannns verði þarna kristilegt starf, sem verði niörguin til góðs.
Kl. 7 var gert fundarhlé, en um kvöldið var kvikmyndin Alhert Scli-
weitzer frumsýnd í Nýja-Bíói, Siglufirði. Var þetta mikil mynd, er sýnir
vel lífsferil hins mikla mannvinar og trúhoða, sýnir hvernig hann liefur
fórnað sér fyrir þá, er sátu í skugganum. Ljós hefur hann fært þeim,
gleði og heilbrigði. Á þessi mynd vissulega erindi til allra nú.
Síðar um kvöldið sátu allir fundarmenn rausnarlegt hoð prestshjónanna
á Siglufirði, þeirra frú Herdísar Helgadóttur og sr. Ragnars F. Lárurssonar.
Var dvalið á hinu myndarlega heimili þeirra fram yfir miðnætti í góðum
fagnaði. Höfðu þau á margan hátt hjálpað til þess að fiindurinn mælli
takast vel og fundarmönnum líða sem bezt, liýst marga fundarmenn og
opnað heimilið með hlýju og rausn.
Fundur hófst að nýju sunnudagsmorguninn kl. 10. Sunginn var sálm-
ur og sr. Ragnar hafði morgunhænir. Því næst flutti sr. Árni Sigurðsson
erindi um æskulýðsstarf innan sænsku kirkjunnar. En hann dvaldi í Svíþjóð
s. 1. vetur. og kynnti sér þau mál. Var erindið fróðlegt mjög og skörulegt.
Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson sagði frá Æskulýðshlaðinu, en hann
er, eins og kunnugt er, ritstjóri þess. Hvatti hann fundarmenn til að sýna
hlaðinu meiri ræktarsemi með því að skrifa í það og útbreiða það. Var
sr. Sigurði þakkað starf hans við blaðið, en hann er mjög vel ritfær og hef-
ur skrifað athyglisverðar greinar í það og fengið ýmsa fleiri til þess líka.
Uinræður urðu nokkrar og kom alls staðar fram áliugi að efla það.
Ymsar tillögur voru samþykktar, voru þessar lielztar:
Aðalfundur ÆSK, haldinn á Siglufirði 2. og 3. sept. 1961, vill eindregið
vekja athygli foreldra á þeirri heilögu shyldu í uppeldi harnanna að leiða
þau lil kirkjunnar og kenna þeim að taka þátt í hinni almennu guðs-
þjónustu. Vill fundurinn í því samhandi minna á hin gullvægu sanniudi
orðanna: „Kenn þeim unga þann veg, sem hann á að ganga, og þegar
hann eldist mun hann ei víkja þar frá“. (Orðskv. 22, 6).
2. Aðalfundur ÆSK, lialdinn á Siglufirði 2. og 3. sept., skorar á yfir-
völd landsins að sjá um, að framfylgt sé lögum og reglum um aldurstak-
markanir að almennum dansleikjum og kvikmyndum jafnt í hæjum og
í sveitum. Til að mögulegt verði að framfvlgja núgildandi lögum, legg-
ur fundurinn til, að öllum innan 21 árs aldurs sé gert að skyldu að hera
vegabréf eða aldursskírteini.
3. Aðalfundur ÆSK 1961 telur núverandi ástand í skemmtanalífinu al-
gjörlega óviðundandi og harmar þann drykkjuskap unglinga, sem orðinn
er á opinherum dansleikjuin. Telur fundurinn hrýna nauðsyn hera lil þess,
að þau félagasamlök, sem láta sér annt um æskuna taki höndum suman og
studli að heilhrigðum skemmtunum nieðal æskufólks.
4. Aðalfundur ÆSK 1961 leggur til að samhandið Iagfæri liinn forna
Gvendarhrunn á Hólum í Hjaltadal og fegri umhverfi lians í samráði við
Hólanefnd og þjóðminjavörð. Kýs fundurinn þriggja manna nefnd til
forystu í málinu.