Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 45

Kirkjuritið - 01.11.1961, Síða 45
KIRKJURITIÐ 427 ASalfundur Prestafélags Auslurlands var huldinn að Eiðuni laugar- daginn 9. sept. s. 1. Fundurinn hófst með morgunbæn í kirkjunni, sem séra Oddur Thorarensen annaðisl. Formaður, séra Erlendur Sigmundsson, setli síðan fundinn og flutti skýrslu stjórnarinnar. 1 uppliafi fundar ininntist hann liins látna sálma- skálds Valdimars V. Snævarrs, fyrrv. skólastjóra í Neskaupslað, sem oft sat fundi prestafélagsins og var mjög áhugasamur og einlægur kirkju- vinur. Risu fundarmenn úr sætum og vottuðu með því virðing sína og þakkir. Þá þakkaði form. fyrrv. prófasti, séra Vigfúsi Ingvari Sigurðssyni, fyrir slörf hans í þágu kirkjunnar og félagsins, en séra Ingvar gat ekki setið fundinn. Akvað fundurinn að scnda lionuin þakkarkveðju. Aðalumræðuefni fundarins var: Samstarf presta og safnaða. Fram- söguinaður var séra Einar Þ. Þorsteinsson. Fundurinn gerði eftirfarandi ályktanir: 1. Aðalfundur Prestafélags Austurlands haldinn að Eiðum 9. sept. 1961 beinir þcim tilmælum til hiskups og kirkjumálaráðherra, að nú þcgar verði gerðar ráðstafanir til þess, að prestar úti á landi geti fengið messur sínar auglýstar í útvarpi gegn vægu eða cngu gjaldi. 2. Aðalfundur Prestafélags Austurlands skorar á væntanlega stjórn fé- lagsins að koma á, á næsta sumri, námskeiði því, sem samþykkt var að halda á síðasta aðalfundi. Jafnfraint biður fundurinn stjórnina að atliuga möguleika á því að námskeið þetta geti orðið upphaf að árlegum hvíldar- tíma fyrir presta og prestskonur prófastsdæmanna. 3. Aðalfundur Prestafélags Austurlands skorar á alla velunnara kirkj- uiiiiar og kristuilifs i landinu að taka hönduni sanian um að efla kristilcg álirif meðal ungs fólks til þess að sporna við ýmsum hættulegum áhrifuni sein að því heinast. 4. Aðalfundur Prestafélags Austurlands heinir þeim tihnælum lil hiskups og söngmálastjóra, að sendur verði iiiaður á vegum kirkjunnar sem fyrst til þess að athuga og gera við kirkjuorgel úti um land, og verði hann styrktur af hinu opinbera til þessa starfs. 5. Aðalfundur Prestafélags Austurlands haldinn að Eiðuni 9. sept. 1961 lýsir ánægju sinni yfir frainkomnu fmnivarpi á síðasta kirkjuþingi um kirkjuorganleikara og söngkennslu í harna- og unglingaskólum lilan kaupslaða og skorar á Alþingi að samþykkja það seni fyrst. 6. Aðalfundur Prestafélags Austurlands lýsir hryggð sinni og kvíða og jafnframt viðhjóði vegna þeirra frétta, sem horizt hafa um landsbyggðina nú í suniar af skennntanalífi þjóðarinnar. Fundurinn heinir þeirri áskorun til allra áhyrgra aðila og annarra, sem hlut eiga að máli að taka höndum saman um að beina skeuuntana- lífinu inn á hollar hrautir. Telur fundurinn óafsakanlegt að samkomur séu haldnar án þess að gengið sé ríkt eftir að lög og reglur urn skennntanahald og meðferð áfengis séu virt og haldin. Fundurinn hvetur félög, stofnanir og einstaklinga lil þess að standa ekki að mannamótum, sem óhjákvæmilega hljóta að leiða til aukinnar

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.