Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 10
Séra Sveinn Víkingur: Kirkjulegt bókmenntafélag U'YRSTI íslenzki sagnaritarinn var prestur, Ari hinn fróði 1 Þorgilsson að Stað á öldulirygg. Ritlistin barst með kristinni trú til landsins. Áður var það lítið, sem ritað var hér á landi rist með rúnaletri á kefli eða stein. Á þann liátt var að sjálf- sögðu ekki unnt að rita samfellda sögu, aðeins nokkur nöfn eða vísnabrot. Með kristninni berst hingað önnur stafagerð og betri tækni. Þá er tekið að rita á voðfelt skinn með fjöðurstaf og lit eða bleki. Á þann bátt mátti skrifa bundrað stafi á meðan einn var skorinn í tré eða klappaður í stein. Ritöldin, bókagerðin, var liafin. Þeir erlendir biskupar, sem bér dvöldu á fyrstu öldinni eftir að kristni var lögtekin, bafa kennt íslenzkum prestum og prestaefnum að rita á skinn. Ágætir liöfðingjar kristnir, komu á fót einkaskólum t. d. í Haukadal, þar sem ritlistin befur verið meðal námsgreina. Síðan koma skólarnir á bisk- upasetrunum, þá klaustrin. Og bér var ekki látið við það lenda að skrifa messubækur á latínu. Hér var snemma tekið að skrá sögulegan fróðleik og ljóð á íslenzka tungu. Þetta var okkar mikla gæfa. Með því stíga klerkar og munkar það skref, sem aldrei verður fullmetið og fullþakkað. Þess vegna erum við söguþjóðin enn þann dag í dag. Islenzk kirkja liefur um aldir ekki verið trúarstofnun ein- vörðungu, beldur og menningarstofnun. Klerkunum eigum við beint og óbeint að þakka ekki aðeins gullaldarbókmenntir okkar, beldur liafa þeir verið frömuðir menningar og fræðslu. Þeir liafa á öllum öldum lagt fram verðmætan skerf til bók-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.