Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 12
154 KIRKJURITIÐ skjala kirkjunnar, er engan veginn eins vönduð og ítarleg og þörf hefði verið á. Það má og öllum vera ljóst, að liarla löng hlýtur að verða biðin á því að við fáum hin fornu skjöl kirkj- unnar í liendur í aðgengilegu og áreiðanlegu formi, ef þar á að ráða sá hraði eingöngu, sem nú er á útgáfu Fornbréfasafns- ins — eitt lítið liefti á ári og stundum ekki einu sinni það. Og mörg slíkra hefta liafa naumast eitt orð að geyma, sem varðar kirkjuna beinlínis. Er nú ekki kominn tími til þess, að kirkjan vakni í þessu efni og geri sér ljósa þörfina á því að rannsaka betur og meira sína eigin sögu? Er það í raun og veru vanzalaust að láta óhreyfð liggja á Þjóðskjalasafninu ár eftir ár, dýrmæt skjöl og liandrit í hundraðatali varðandi hag og sögu kirkjunnar, án þess að þau séu ramrsökuð til nokkurrar hlítar, heldur að í þau sé lauslega litið við og við af einum og einum forvitnum sérvitring eða grúskara? Er ekki löngu orðið tímabært að hrista af þessum gömlu bögglum rykið og liefjast lianda um vandaða og vísindalega útgáfu þeirra merkustu liandrita og skjala, sem biskupsskjalasafnið liefur að geyma? Það ætti að verða fyrsta skrefið til ítarlegra rannsókna á sögu kirkjunnar, sem um leið er saga þjóðarinnar að verulegu leyti. En livernig á að koma þessu í framkvæmd og hvar á að taka féð? Þannig munu ýmsir spyrja. Það á að stofna kirkju- legt bókmenntafélag, sem liafi slíka útgáfu á stefnuskrá sinni og vinni síðan að framkvæmdum með festu, dugnaði og vand- virkni. Það á. að ráða liina færustu menn, bæði innan presta- stéttarinnar og utan til þess að vinna að slíkum útgáfum. Og það á að vera miklu auðveldara nú, en til dæmis á fyrstu árum Hins ísl. Bókmenntafélags að korna slíku félagi á fót og afla því margra félaga þegar frá upphafi. Bókakaup í landinu fara sívaxandi, fólkinu fjölgar ört. Þeir mundu verða liarla margir nú, enda þótt ekki hafi sérstakan áliuga á kirkjumálum, sem ekki mundu vilja láta slík rit vanta í bókaskáp sinn. Þrátt fyrir þetta er þó ekki rétt að ganga þess dulinn, að litlar líkur eða engar eru á því, að útgáfustarf slíks félags sem þessa mundi bera sig fjárhagslega. Ávinningurinn er á öðru sviði. Hvar og hvernig á þá að afla fjárins? Fyrir því verður að gera sér grein þegar í upphafi.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.