Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 38
180 XIRKJURITIÐ tvo skóla, sem biskupar réðu yfir. Biskuparnir voru þá enn raunverulegir foringjar kirkjunnar þó konungur teldi sig hafa æðsta vald þegar lionum jiótti henta að beita því. En þá kom ný hrapan. Konungur bauð að leggja niður báða biskupsstólana og skóla þeirra. í stað tveggja kirkjuskóla skyldi koma einn skóli í Reykjavík. Og í stað tveggja biskupsstóla koma einn skrifstofumaður í Reykjavík með biskupsvígslu. Hann var mjög undirgefinn stjórnvöldunum og alveg sviptur aðstöðu til að stýra kristninni og málum liennar. Hann liafði engin fjárráð og ekkert úrskurðarvald um nein jiau efni, sem máli skiptu. I tíð þessarar skipanar hefur vanmáttur kirkjunnar ágerzt með auknum hraða. Vald })að, sem konungur tók sér til forna, hefur fallið í bendur ráðherra, sem að lögum Jiarf bvorki að vera kirkjuvin- ur né kristinn maður. Það er gifta vor en ekki forsjá, að kirkju- málefnin liafa ekki lent í böndum manna, sem fúsir væru til að misþvrma stofnuninni. Þetta er sú þróun, sem menn virðast lialda að ekki megi breyta um stefnu. Eitt mikilvægt atriði í þróuninni er Jió ótalið. Þegar konungur gerðist æðsti biskup kirkjunnar, gerði bann ýms hennar mál að sínum s. s. fræðslumál og fátækramál en fól jió kirkjunni framkvæmd Jieirra eins og áður bafði verið. Hin innlenda löggjöf befur skilið öll þvílík borgaraleg störf frá kirkjunni og befur bún nú ekki við annað að fást en trú- málin ein. Með þessari breytingu, að viðbættum hinum geysilegu þjóð- félagsbreytingum, sem orðið bafa á síðustu áratugum, er með öllu fallinn grundvöllurinn undan starfsskipan kirkjunnar s. s. prestakallaskipan og starfsbáttum. Því liggur fvrir að endurskipuleggja bana frá grunni eða svipta bana öllum áhrifamætti. Við þá endurskipan er ljóst, að hún verður að fá tækifæri til að skipa sjálf starfsliði sínu. Hún verður að stofna skóla bæði fyrir starfsmenn sína og almenning. Hún verður að ráðstafa sjálf því fé. sem lienni er ætlað og afla sér fjár að auki. Hún verður að eignast fastan stað Jiar sem stjórn hennar situr. en ekki aðeins stjórn bennar, lieldur einnig kraftstöð

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.