Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 29

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 29
KIRKJURITID 171 enginn Guð né æðri sljórn er til, að þessari skoðun, þá er niað- urinn æðsta úrskurðarvald og framkvæmdavald á jörðunni. Þegar svo talað er um menn í sambandi við stjórn og yfirráð, þá er átt við þá, sem sterkastir eru að vitsmunum og andlegu afli. Það eru þá þeir, sem eiga að ráða heiminum, stjórna lífi og starfi annarra, setja lög og reglur og sjá um að þeim sé fylgt og að þessa heims gæði notist sein bezt. Ef þessir stjórn- endur eru mannúðlegir menn og drenglyndir að eðlisfari, þá vilja þ eir láta sem flestum líða vel líkamlega. Þeir vilja njóta og láta aðra njóta gæða vísinda, þekkingar og tæknilegra framfara, og einnig listanna að vissu marki. í þessu er ekki grundvallarmunur á þeim og kristnum þjóðum, en þegar kemur að mati efnishyggjumanna á einstaklingunum, þá kemur mun- urinn í ljós. Hreinir og ólieflaðir efnishyggjumenn meta ein- staklinganá eftir því, hvern liagnað er liægt að liafa af starfi þeirra og lífi. Þeir viðurkenna ekki það, sem vér nefnum al- fflenn mannréttindi og því síður virða þeir það, sem vér kristnir nienn og skoðanabræður vorir nefnum mannhelgi. Sannleikur, réttlæti og kærleikur er og hjá þeim í vafasömu gildi. Þegar valdliafarnir telja þess j)örf sjálfs sín vegna, til jiess að lialda völdunum, til þess að flokkurinn lialdi völdum og til þess að fyrirkomulagið gangi ekki úr skorðum, þá er lífi manna hik- laust fórnað, einnig mönnum eigin Jijóðar, jiótt ekki sé átt í ofriði. Margir munu líta svo á, að jieir menn, sem þetta fremja, seu fantar með glæpamannaeðli, en svo þarf ekki að vera. Samkvæmt lífsskoðun sinni, sem hér var drepið á, líta þeir öðrum augum á mennina og gildi Jieirra en vér kristnir menn °g liegða sér samkvæmt því. 1 þessu efni, dómum vorum um þessa menn, er oss hollt að minnast meistara vors, sem fyrirgaf svndurunum en dæmdi syndina, því hvað sem innræti þessara uianna líður, þá er það lífsskoðun Jieirra, hin heiðna efnis- hyggja, sem fyrst og fremst á að fá dóminn. Eins og mat kennar á mönnunum er gjörólíkt mati kristindómsins, þá er U'at hennar á mannslífum þar af leiðandi einnig allt annað. Eg skal nefna tvö dæmi máli mínu til skýringar: 1 fjárkláða- niálinu svo nefnda vildu suinir lækna féð, en aðrir voru niður- skurðarmenn. Niðurskurðarmenn Iiafa áreiðanlega ekki verið ver innrættir en hinir. Þeir hafa sjálfsagt margir verið dýra- vinir, sem vildu, að skepnuiium liði vel, þær væru vel hirtar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.