Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 25
KIRKJURITIÐ 167 Kvöldbœnir Þá væri launað, ef þú líta mættir ásján upp lyfta ungrar móður, þar sem grátglaður Guði færir barn sitt bóndi að brunni sáttmála. Svo lýkur Jónas Hallgrímsson þökkinni, sem hann færir Thorvaldsen fyrir skírnarfontinn, sem stendur í dómkirkjunni í Reykjavík. Þar er fagurlega lýst þakklæti flestra foreldra til Guðs fyrir barn það, sem liann hefur þeim gefið. Flestir foreldrar munu einnig fela Guði barn sitt af hug og hjarta strax og það lítur dagsins Ijós, og mæðurnar einkum biðja að jafnaði við vöggu þess, og reyndar alltaf meðan þeim endist ævin. Ótal menn og konur eru og þakklátir fyrirbænum for- eldra sinna og trúa því að bless- un þeirra hafi fylgt sér allt lífið. Islenzkum mæðrum hefur líka fundizt það sjálfsagðast og æskilegast alls að kenna börn- um sínum bænir strax og þau gátu nokkuð numið af vörum þeirra. Ekkert hafa þær tulið að þau mætti síður bresta né láta undir höfuð leggjast en bænina. Hvern morgun skyldi byrja með því að lofa skapar- ann fvrir lífið og biðja um vernd lians og handleiðslu á komandi degi. Og þó allra sízt vanrækja bænina að kvöldi, gleyma að biðja fyrirgefningar á glöpum dagsins eða leita skjóls hinna himnesku föðurhanda í myrkri næturinnar. Enn mun þessi siður almennur í landi voru. Að minnsta kosti mun kvöldhæn barna þykja sjálfsögð á langflestum heim- ilum. ÖIl guðrækni, allt kristnihald getur lieldur ekki án bæn- lifað eða þrifizt. Hún er andardráttur alls trúarlífs — auð- vitað engu síður hinna fullorðnu en barnanna.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.