Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 40
KRISTNIR ÁHRIFAMENN Robert Merril Bartlett: „Opinn faðmur...“ (Dominique Georges Pire) CJEINT á næstliðnu sumri vígðu þeir Dominique Georges Pire k-' og K. Ramachandra frá Ceylon, fornvinur og lærisveinn Gandhis, alþjóðlegt æskulýðsheimili, sem hinn fyrrnefndi dom- inikanski prestur og Nóbelsverðlaunahafi hafði kornið á fót í smábænum Huy í Belgíu. Þarna voru viðstaddir stúdentar frá 15 þjóðum, og játuðu þeir fjögur heimstrúarbrögð. 1 ræðu sinni um þetta heimili, sem lielgað var allsherjarbræðralagi mannanna, komst faðir Pire svo að orði: „Mannkynið er allt ein fjölskylda. Og allir meðlimir þessarar fjölskyldu eiga sömu jafnvirðingarkröfuna hvað sem líður þjóðerni þeirra, tungu, trú, litarhætti, þjóðfélagsstöðu, menntun eða stjórnmálaskoð- unum“. Hann viðurkenndi, að það væri hverju orði sannara, „að oss skildi margt á, en oss yrði að lærast að taka tilhlýðilegt tillit til þess. Samræðufundir á þessu æskulýðsheimili eiga að stuðla að því, Þar er lögð megináherzla á almennan skilning ummælanna. Orð eins og frelsi og lýðræði verða að tákna liið sama í allra eyrum. Og menn verða að vera hreinskilnir, hafna öllurn hlekkingum í hvaða mynd sent er, berjast gegn fyrirfram ákveðnum hlevpidómum og afneita sérgæzkunni, því að „sérgæðingurinn er afleitur reikningsmeistari“. Annað höfuðskilyrði þess að umræðurnar verði áhrifaríkar er, að unnið sé að sameiginlegum verkefnum, bundist samhuga sam- tökum um málefni mannlegrar þjónustu og friðinum til efl- ingar. Friðurinn er annað og meira en hrein hugsjón, hann er

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.