Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 23

Kirkjuritið - 01.04.1962, Side 23
KIRKJURITIÐ lg5 enda alsiða að biskupar svari sér oftast og bezt sjálfir. Biskup bélt líka áfram eittbvað á þessa leið: Ég ætla mér að skrifa nokkrum piltum, sem ég þekki og eins öðrum, sem þið kunnið að benda mér á og nú eru í gagn- fræðaskólum og menntaskólum hér í biskupsdæminu. Ég ætla ekkert að minnast á það við þá, að þeir væru aufúsugestir í prestsembætti til þess að birða svo og svo bá laun eða komast. í þægilega embættisbústaði, né til að vinna bin og þessi auka- störf og þar fram eftir götunum. Ég ætla bara að skrifa þeim að gamla kirkjan þurfi á þeim að iialda. Hún sé sannast sagt í liraki bæði með peninga og flest annað, svo að þar sé ekki feitan gölt að flá. Enda séu margir rosknir prestar, sem fyrst og fremst verði að hvgla, ef nokkur ráð eru til að skrapa eitthvað saman. Fyrst og fremst ætla ég að undirstrika að hér sé um baráttu, og það liarða baráttu, að ræða. Ekki eingöngu fyrir tilveru kirkjunnar, heldur til verndar öllum þeim verðmæt- um, sem kirkjan befur skapað og verndað um aldir og einnig nú á dögum. Ég ætla að spyrja þá: Yiljið þið koma, drengir, og ganga á bólm við heimshyggjuna í öllum hennar myndum — án þess að spyrja nokkuð um launin? Viljið þið freista þess að gera bugsjón ykkar að veruleika, ungu menn? Það varð fátt um svör við þessu, að vonum, aðeins þögn. Ekki þægilegt að slengja því framan í biskupinn að allar líkur bentu til að honum sæist illa yfir ýmsa mikils megandi þætti nútímalífsins. En svo fóru menn að hugsa til sinnar eigin æsku. Hvers vegna gerðist maður raunar prestur? Ekki var það vegna pen- inganna, það var víst og satt. Og ekki var það heldur vegna stöðunnar, embættisheiðursins, menn lmgsa almennt ekki um slíkt fyrr en þeir fara að eldast eða forpokast. Var hægt að neita því, að maður lagði upphaflega til orustu fyrir mikilvægt niálefni? Biskupinn liafði þrátt fvrir allt rétt fyrir sér, þegar öllu var á botninn bvolft. Eftir langa þögn spurði biskupinn aftur: Jæja, hvernig lízt vkkur á þetta, bræður? Jú, við nánari umhugsun, svöruðu prestarnir, virtist þeim biskup hafa mikið til síns máls. Og bréfin voru send í allar áttir og allmörg svör bárust. Margir móttakendur þeirra eru nú orðnir prestar. Og einn þeirra, sem engu var lieitið af gæðum þessarar veraldar en

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.