Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 47
KIRKJURITIÐ 1ÍJQ staður, sem söfnuður og prestur mega innilega fagna. Og megi klessun fylgja því starfi öllu, er þar fer fram. Fer liér á eftir greinargerð Helga Þorlákssonar skólastjóra, safnaðarformanns og organista, fyrir því, hvernig þessum mikil- væga áfanga var náð. „Með lögum frá 24. jan. 1952 var ákveðið að fjölga prestaköllum • Reykjavík, svo að sem næst 5 þús. manns yrðu í hverju. Samkvæmt því var Langholtsprestakall stofnað þá um sum- arið, kjörin safnaðarstjórn, og 12. okt. s. á. var séra Árelíus Níels- son kosinn þar sóknarprestur. Var þá liafizt lianda um lausn ýmissa vandamála safnaðarins. Hér er engin kirkja og enginn samastaður í prestakallinu fyrir kirkjulegt starf. Var því um sinn leitað á náðir Laugarnessafn- aðar um afnot af kirkju til alls messulialds. Var þeirri málaleitan tekið með miklum velvilja af sóknarpresti og safnaðarstjórn þar. Hefur söfnuður okkar haft hin heztu not Laugarneskirkju allt Ham að |>essu. Að sjálfsögðu gat það ekki orðið frambúðarlausn. Þess vegna var strax liafinn undirhúningur að hyggingu sóknarkirkju fyrir Langholtssöfnuð. Ákveðið var að kirkjan skyldi þann veg byggð, að þar fengjust góð skilyrði til fjölþætts félags- og safnaðarstarfs jafnhliða því, að aðalkirkjuskipið yrði fagur staður fyrir helgi- athafnir. Leitað var til húsameistara ríkisins, Harðar Bjarnasonar. Teikn- °ði liann kirkjuna, valdi henni sérkennilegt og stíllireint form, sem er í senn rammíslenzkt og hákirkjulegt. Hinn 30. marz 1957 var svo hafin bvgging þess liluta kirkj- unnar, sem nefndur er safnaðarheimili. Er það nú tekið til fullra Uota, þegar hluti þess er í dag vígður lil messuhalds og annarra helgiahafna. Verður aðalsalur þess notaður þannig, unz aðal- kirkjuskipið er risið, en það verður samtengt þessum sal og hægt °ð opna í milli, þegar J)örf krefur. Innréttingar hefur Sveinn Kjarval teiknað. Ber safnaðarsalurinn Iiinn fegursta helgi- og uátíðasvip. Sá hluti Langlioltskirkju, sem nú er risinn, er um 630 m2 og 3900 m3, en fullbyggð verður kirkjan alls 1118 m2 og 10500 lu3. 1 aðalsal safnaðarheimilisins eru sæti fyrir um 250 manns, eu rúmgott anddyri og hliðarsalur taka um 3—400 manns í sæti.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.