Kirkjuritið - 01.04.1962, Blaðsíða 34
176
KIRKJURITIB
kristna trú o» menning eru slíkar andstæður, sem nú liefur
verið drepið á og reynslan hefur sýnt, þá er auðsætt, að hverju
kristnu þjóðfélagi og yfirleitt hverju vestrænu menningar- og
lýðræðisríki hlýtur að vera ]>að áhugamál, að vernda þau and-
legu verðmæti, sem eru í hættu vegna efnishyggjunnar, vernda
þjóðskipulag sitt, vernda mannréttindi þegnanna og þau önnur
andleg gæði, frelsi og manndyggðir, sem viðurkennd eru að
mesta gildi í slíkum þjóðfélögum. Að vísu ber því miður að
játa, að í voru þjóðfélagi eins og í öðrum kristnum þjóðfélögum
á sér margt stað, sem er í algjöru ósamræmi við kristindóm-
inn. Ástæðan er ekki eingöngu, að vér erum allir ófullkomnir,
heldur einnig sú, að svo nefnd kristin þjóðfélög eru sambland
af trúuðum kristnum mönnum og vantrúuðum, og þjóðfélag
vort er ekki undantekning. Kristin ríki eru rnörg, ef til vill
flest ekki nema að nokkru leyti kristin. Þau eru líka mörg
meinin í ])jóðlífinu, sem valda áhyggjum, bæði í lífi æskunnar
og liinna fullorðnu, sem ekki ber eins mikið á, en eiga þó
mesta sökina, og það mun almennt álit, að taka verði þessi
mál sterkum tökum.
1 allri þeirri baráttu, sem iiér befur verið gjörð að umtals-
efni, á ríkið ekki minna á bættu en kirkjan, nema frekar sé.
Það má kveða svo að orði, að vort kristna lýðræðisríki sé í
lífshættu. Ef kristin ríkisstjórn lætur sitt eftir liggja og gjörir
ekki skyldu sína í þessum efnum, lilýtur ástæðan að vera sú,
að hún gjörir sér ekki grein fyrir bættunni og livar hún er
fólgin, eða að önnur sjónarmið skyggja á eða eru meira metin.
Þar sem gjöra verður ráð fyrir því og því verður að treysta,
að stjórnarvöld vor á hverjum tíma séu andstæð efnishyggju
en talsmenn og verjendur vorrar kristnu menningar, þá er
ætlazt til, að þau láti mál þessi til sín taka sérstaklega og
meti að verðleikum og taki fegins hendi allri þeirri aðstoð,
sem stendur til hoða í þessum efnum. Öllum kristnum almenn-
ingi er það ljóst, að þjóðfélag vort, sem í þessu sambandi verður
ekki greint frá ríkinu, Jiarfnast sterkrar aðstoðar til þess að
vernda trú sína og siðgæði, helg réttindi sín og meira að segja
sitt andlega líf.
Af öllu þessu er ljóst, að kristnu ríkisvaldi hlýtur að vera
umhugað um, að til sé í þjóðfélaginu starfandi afl eða öfl,
sem efla og vernda siðgæðið, efla með þjóðinni og vernda