Kirkjuritið - 01.07.1962, Síða 7
KIRKJURITIÐ
293
„Það er aðeins eitt, sem er sorglegtu, segir Leon Bloy, „og
þaS er að' vera ekki lielgur maður“. Guð gefi oss íslenzkum
prestum meira af hamingju þeirrar sorgar.
Þeir, sem horfnir eru
Þá vil ég svipast um. Og eins og venja er til, vil ég fyrst
minnast þeirra, sem eru liorfnir sýnum.
Einn þjónandi prestur hefur látizt á liðnu synodusári, síra
Lárus Arnórsson, prestur að Miklabæ. Hann varð hráðkvaddur
á ferðalagi 5. apríl s. 1. Sr. Lárus var tæpra 67 ára að aldri,
E 29. apríl 1895 að Hesti í Borgarfirði, sonur sr. Arnórs Þor-
lákssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur. Hann lauk stúd-
entsprófi 1915, embættisprófi í guðfræði 1919, vígðist sama
ár aðstoðarprestur að Miklabæ í Skagafjarðarprófastsdæmi,
fékk tveimur árum síðar veitingu fyrir því prestakalli og þjón-
aði því til dauðadags, alls 43 ár. Hann kvæntist 1923 Guðrúnu
Björnsdóttur prests að Miklabæ Jónssonar og lifir lmn mann
S1nn ásamt 4 sonum þeirra.
Tveir svnir sr. Lárusar eru þjónandi prestar.
Það mun einmælt meðal stéttarhræðra, að með sr. Lárusi á
Miklabæ sé genginn einn sá maður, sem ekki líður úr minni.
Mun oss öllum þykja sjónarsviptir að lionum úr hópnum, þvi
að sjaldan lét liann sig vanta á prestastefnu og engum öðrum
Var hann líkur. Hann var óspar á að leggja til mála, kvikur
°g ör í viðbrögðum, glettinn stundum og orðskár og engan
veginn ófús að leika þá list mælskunnar, sem var einn liinna
ri"ku þátta í fjölbreyttu og auðugu gáfnafari. Sjaldan brást
Eann um það að láta einhver leiftur snjallra liugmynda, sam-
líkinga og hnvttiyrða ganga um salinn. Ræðumann í kirkju
•'vgg ég hann liafa verið einn hinn tilþrifamesta, þegar
bann naut sín bezt. Yfir svip lians og fasi var alltaf eitthvað
ungt, ekki ráðið, a. m. k. án slíks jafnvægis, sem fylgir stöðn-
1,11 • Blikið í augum lians, þegar hann var lirifinn og þar með
8annastur, var ógleymanlega bjart og tært. Miklibær er minni
eftir fráfall hans, Skagafjörður fagri snauðari, yfirbragð stétt-
ar vorrar fáskrúðugra. Blessuð sé minning lians. Vér rísum úr
ssetum og vottum honum virðingu og þökk.
^ árinu liafa eftirtaldar prestskonur látizt: