Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 15
KIRKJURITIÐ
301
um lífiS í nútímaverksmiðju. Það kann að vera rétt, og ekki
gott, ef rétt væri. En stundum getur manni dottið í liug, að
menn séu minnugri eða fundvísari á dökkar myndir eða af-
skræmi frá löngu liðnum öldum en á stóra og gleðilega við-
burði, sein eru að gerast í sögu kristninnar í vorri eigin samtíð.
Vér erum kallaðir til þess að bera birtu, flytja gleðilegan
boðskap, vera samverkamenn að gleði liins kristna, jarðneska
og eilífa, samfélags í trúnni og voninni og kærleikanum. Þess
vegna skulum vér reyna að fylgjast með því og benda á það,
sem getur glatt, uppörvað, lyft og styrkt. Söfnuðirnir á íslandi
eiga rétt á því og þurfa á því að balda.
Þótttaka kirkju vorrar
Þátttaka íslenzku kirkjunnar í alþjóðlegu, kristnu samstarfi
er ekki fyrirferðarmikil, en hún er raunbæf það sem bún nær.
Vér böfum undanfarin ár baft virk samskipti við æskulýðsdeild
Alkirkjuráðsins og einstakar erlendar kirkjur á sviði æsku-
lýðsmála, bér liafa verið starfræktar vinnubúðir, þar sem bóp-
ar ungmenna, innlendra og erlendra frá ýmsum kirkjudeildum,
bafa unnið saman og uppbyggt sig saman í sameiginlegri trú.
Þá liafa og farið fram skipti á ungmennum, ungt fólk héðan
befur dvalizt erlendis árlangt sem gestir kristinna safnaða og
í staðinn liefur þjóðkirkja Islands útvegað vist liér fyrir ung-
linga vestan um liaf. Þessi viðleitni bvor tveggja miðar að
gagnkvæmum, raunverulegum kynnum og skilningi, ekki að-
eins þjóða í milli, beldur og milli kirkna með ólíkar venjur
og mismunandi sjónarmið.
Ný lög, sem kirkjuna varða
Tvennar lagabreytingar, er kirkjuna varða, voru gerðar á
síðasta Alþingi. Lögfest var einnar milljón króna framlag í
Kirkjubyggingarsjóð til næstu 20 ára og úthlutunarreglum
breytt til samræmis við þessa liækkun á framlaginu. Þetta var
l>akkarverð umbót og í samræmi við ítrekaðar og rökstuddar
óskir. Þá var gerð sú breyting á lögunum um skipun presta-
kalla, að kirkjustjórn var heimilað að flytja til prestssetur,
«að fengnum tillögum sóknarnefnda prestakallsins og með ráði
héraðsprófasts og sóknarprests“. Tel ég bót að þessari breyt-
ingu. Með lögunum um skipun prestakalla frá 1952 voru prests-