Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 19
KIRKJURITID 305 embætta — ekki aðeins hér í Reykjavík, heldur um allt land — og það eru ekki líkur á, að numið yrði staðar við tvímenn- ingsprestaköll, og liafa þau ekki verið gallalaus, lieldur gæti svo farið og færi líklega svo, að einum presti yrði hlaðið á annan án samsvarandi skipulagningar sjálfstæðra safnaða. Á prestastefnu 1951, þegar prestakallaskipunin var liöfuðmálið, var samþykkt ályktun, þar sem óskað var fjölgunar á prestum í Reykjavík og jafnframt tekið fram, að „æskilegt sé að í hverri sókn sé einn sóknarprestur“. Ég geri ráð fyrir því, að þessi vilja- yfirlýsing prestastefnunnar þá, hafi haft einhver áhrif á ]>að, Iivernig lögin, sem þá voru í undirbúningi og gengu í gildi árið eftir, marka meginstefnu í þessu efni. Gildandi lög um skipun prestakalla og um hér að lútandi efni sérstaklega, eru auðvitað ekki gallalaus fremur en önnur lög — það verða löngum ein- hverjir agnúar fyrir í flestum víðtækum lögum, þegar þau koma iyrst til framkvæmda. En ég tel að framsýni og raunsæi liafi ráð- ið í mikilvægum grundvallaratriðum og að það væri viðurhluta- mikið að rasa að því að fá þeim hnekkt og það áður en þau hafa fengið tækifæri til þess að reyna sig. Skipulag safnaðar- mála, þar með talin framkvæmd kirkjubygginga og fjárhags- gnmdvöllur safnaðarstarfsins liér í hænum, eru vissulega líka vandasöm atriði, sem taka þarf til rækilegrar yfirvegunar í einni heild og með framtíðina fyrir augum. En það er jafnan svo að það [iarf að reyna að greiða hnútana þar, sem þeir eru, en ekki rekja úr þeim yfir víðari svið, þar sem líklegt er að þeir geti orðið að nýjum flækjum. EndurskoSun sólmabókar Kirkjuráð ákvað á aðalfundi sínum í janúar s.l. að nefna prjá menn í nefnd til þess að endurskoða sálmahókina frá 1945. Eins og kunnugt er var sálmahók sú, sem prentuð var það ;",ri gefin út sem tillaga þeirrar nefndar, sem þá hafði um 6 ;"lra skeið unnið að endurskoðun gildandi sálmabókar. Á prestastefnu 1946 sagði Sigurgeir biskup í ársyfirliti sínu, þegar liann vék að sálmabókarmálinu: „Gert var ráð fyrir því þegar í upphafi, að þessi fyrsta útgáfa Sálmabókarinnar yrði aðeins bráðabirgðaútgáfa og að sálmahókin yrði fljótlega gefin l,t á ný með þeim viðaukum og breytingum, sem reynslan 20

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.