Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 32

Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 32
318 KIRKJURITIÐ komum. Samkvæmt lögum á að vera áfengisvarnanefml í liverjum bæ og lireppi og eru þær samtals 228. Áfengisvarna- ráð fær fé frá ríki og veitir til ýmsra bindindisfélaga. Ráðið er skipað ráðunaut og fjórum mönnum kosnum af alþingi. Landsambandið gegn áfengisbölinu er stofnað af áfengisvarna- ráði. Loks er svo áfengisvarnadeild starfrækt af Heilsuverndar- stöðinni og er hún mikið sótt. Næst kynnumst við svo þeim aðilum, sem starfa að barna- og unglingamálum. Barnaverndarnefndir eiga að vera í liverjum kaupstað landsins, en utan kaupstaða vinna skólanefndir störf þeirra, nema annað sé ákveðið. Barnaverndarnefndir bafa eftirlit með börnum og unglingum upp að 16 ára aldri og lengur ef þau liafa innan við 16 ára komizt undir eftirlit nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Reykjavíkur Iiefur aðsetur að Traðar- kotssundi 6. Nefndina skipa 7 manns, kosnir af borgarstjórn. En dagleg störf livíla á starfsfólki nefndarinnar, sem er þrennt. Orsakir fvrir afskiptum nefndarinnar eru margvíslegar, t. d. munaðarleysi barnanna, slæmar héimilisástæður, vanræksla foreldranna eða óknyttir barnanna. 1 sambandi við Barna- verndarnefnd Reykjavíkur starfa barnaheimili að Hlíðarenda, Silungapolli og Reykjablíð í Mosfellssveit, og upptökuheimili að Elliðabvammi og vistheimili í Breiðavík eru einnig í tengslum við starfið. Barnaverndarráð er yfirstjórn barnaverndarnefnda og er það skipað þrem mönnum. Síðan 1946 hefur verið starfræktur beimavistarskóli að Jaðri fyrir drengi, sem vanrækja nám sitt og er skólinn starfrækt- ur 9 mánuði á ári. Þá fer kennsla slíkra barna einnig fram í Miðbæjarbarnaskólanum og er þar kennt í tveimur bekkj- um eu nemendur eru víða að úr bænum osr nágrenni bans. I Laugarnesskóla er starfrækt Iieimavist fvrir börn, sem búa við erfiðar lieimilisaðstæður og á Heilsuverndarstöðinni og á fræðsluskrifstofunni eru starfræktar sálfræðideildir fyrir börn. í Breiðavík í Barðastrandarsýslu er vistheimili fyrir drengi, sem brotlegir bafa gerzt við lögin. Hófust þar framkvæmdir árið 1952, lieilum 5 árum eftir að lög um stofnun þess voru samþykkt.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.