Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 34

Kirkjuritið - 01.07.1962, Page 34
320 KIRKJURITIÐ in við mjög erfiðlar aSstæður. Starfsskilyrði eru lítið bætt þótt ástandið stórversni. Mjög lítið bætist við af nýjum stofnun- um og flestar þeirra bæði nýjar og gamlar berjast við fjár- liagsörðugleika, svo að ]>ær geta ekki liagað starfinu eins og nauðsynlegt er. Þessi sparnaður til hjálparstarfsemi er áreið- anlega vafasamur. Það, sem við spörum til hjálparstarfs í dag, verðum við að eyða í fangelsi og fyrirsjá fyrir ósjálfbjarga auðnuleysingjum á morgun. Það þarf sífellt að veita meira fé til þeirra, sem orðnir eru næstum ólæknandi, og ef lialdið er áfram á sömu braut verða þessar fjárfúlgur æ stærri en við verðum eftir sem áður jafn snauð af lijálpartækjum. Við skilj- um ekki samtíð okkar og það kostar ekki aðeins mikið fe beldur einnig dýrmæta starfskrafta, upplausn lieimila, örygg- isleysi barna og margan góðan efnivið, sem fer í súginn. Það er staðreynd að við eigum þegar tvii fangelsi og 4 drykkju- mannaliæli og það er ekki nóg. Ég bafði h ugsað mér að reyna að gera hér einhvern sam- anburð á málum þessum bér og t. d. í Danmörku en liætti fljótlega við, því þessu er engan veginn saraan að jafna, svo langt erum við á eftir. Við mættum minnast þess næst þegar við lieyrum fallega ræðu um allar þær stórkostlegu framfarir, sem liér hafa orðið síðan afar okkar og ömmur bjuggu við moldargólf og grútartýrur. Nú er það á allra vitorði, að ástandið bér er lireint ekki fagurt. Allir vita það, allir tala um það, en lítið er að gert. Allir vita að seld eru eiturlyf, allir vita að framdar eru fóstur- eyðingar, allir vita að meira að segja unglingar taka þátt i þessu. En livað er gert? Það er satt og sorglegt til þess að vita, að sumt það, sem gert er í þessum málum er breinasti skrípaleikur. Ríkið sendir út fáeina starfsmenn til að kveða niður spillinguna meðan það sjálft beldur verndarbendi yfif lienni og verður þar með óbeint lil að auka liana. Starfsmenn- irnir gera kvartanir og tillögur en þeim er næsta lítið siniil og þeir verða að vinna sama verkið upp aftur og aftur og vera sí og æ að stríða við sama fólkið, meðan alltaf verður erfiðara og erfiðara að lijálpa því. Ætli það gengi ekki betur að fa sjoppu- og dansbúsaeigendurna margumtöluðu, til að halda sett lög, ef þeir væru sektaðir myndarlega við fvrsta og annað brot og loka bjá þeim við þriðja brot?

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.