Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 39

Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 39
Ásmundur GuSmundsson, biskup Séra Ingi Jónsson F. 14. jan. 1927. D. 29. júní 1962 Skjótt liefir sól brugðið' sumri. Svo fannst okkur, er fréttin barst um lát séra Inga Jónssonar á ungum aldri, þegar þroski bans stóð sem liæst. Við vonuðum og báðum, að bann fengi batann, sem liann leitaði yfir höfin við bækkandi sól. En sá réð, er ríkri var. Dauðinn beið bans í framandi landi. Hann kom liðinn aftur að fósturjarðarströndum. Ég kynntist Inga fyrst, er liann settist um tvítugsaldur í guð- fræðideild Háskólans. Ég vissi, að hann átti til góðra að telja í báðar ættir, og þar bef ég kynnzt miklum bugsjónamönn- um. Hann var dulur og fremur seintekinn og þekkti vel gildi kyrrlátrar einveru. Hann var lieldur veikbyggður að sjá, en bjart var vfir honum og framkoma lians í senn ástúðleg, fög- ur og fyrirmannleg og tal hans kryddað græzkulausri gam- ansemi. Hann varð vinsæll bæði af kennurum sínum og námsbræðrum. Og við nutum í ríkum mæli vináttu lians og tryggðar og geymum minningu lians í lijarta. Skýrasta einkenni bans í mínum augum var það, live sann- leiksleit lians í helgum fræðum var einlæg og fögur, og traust bans á því, að sannleikurinn gerði mennina frjálsa. Hann spurði um það fyrst og fremst, livað væri satt, og lifði sam- kvæmt orðum Krists í Jóhannesar guðspjalli: „Ef sá er nokkur, seni vill gjöra vilja Guðs, hann mun komast að raun um, livort kenningin er frá Guði“. Hann leitaði svars lijá Kristi. Við kenning lians og líf, dauða og upprisu skyldi miða. Kristur var lionum vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þótt Ingi væri blédrægur og liirti lítt um að láta á sér

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.