Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 40
326 KIRKJURITIÐ bera, var liann vel til forystu fallinn. Kom það glöggt í ljós, er liann var formaður Bræðrafélags kristilegs félags stúdenta. Hann var vel máli farinn, stefnufastur, skapgerðin traust og lionum ljúft að ganga til slarfa. Þannig Iiugsaði Iiann einnig til prestsskaparins, sannfærð- ur um það, að liann hefði valið rétt, er liann kaus sér hann að ævistarfi. Aðeins fáum dögum eftir það, er hann hafði lokið embættisprófi í guðfræði, vígðist liann, 10. febr. 1952, aðstoöarprestur í Hestþingum og þjónaði þeim í nokkra mánuði við góðan orðslír og kenndi jafnframt við skólann á Hvanneyri. Sama ár var hann kosinn prestur í Norðfjarðarprestakalli og fékk veitingu fyrir því 8. okt. Þjónaði hann því síðan óslitið, nema hvað liann feröaðist um skeið um Norður- Evrópu og Mið-Evrópu sér til mikils gagns og þroska. Hann kenndi í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað og sat þar lengst af í fræðsluráði. Hann gaf einnig út safnaðarblað, og þótti honum ritstjórnin vel takast. Prestsskapur séra Inga í Norðfjarðarprestakalli var við sí- vaxandi vinsældir, álit og traust. Hann vandaði mjög prédik- anir sínar og önnur prestsverk, ekki sízt harnafræðsluna. Ljúf- lyndi lians var öllum kunnugt, hógværð og drengskapur, og hugurinn einlægur og viðbúinn að leggja liverju góðu mál- efni lið. Ég mau, hve andrúmsloftið var lilýtt og unaðslegt í litla Iiúsinu liaus, þegar ég heimsótti hann og söfnuði lians. Þar átti einnig inóðir lians dvöl á sunirum. Hann var góður sonur í beztu merkingu þess orðs. Ég minnist þess, hve rödd lians var alltaf þrungin hlýju, er liann sagði: Móðir mín. Kirkjan var og önnur móðir lians. Við horfðum saman að kveldi á ljóskrossinn yfir Nes- kaupstað — eilífl tákn kærleikans. Hann óskaði þess, að þetta hjarta merki mætli lýsa liverju hjarta. Hann var fyrst og fremst góður maður og fyrir því einnig góður prestur. Hann þráði það að vera þjónn kærleikans. Á útfarardegi séra Inga átti ég tal við ungan mann af Norð- firði. Hann sagði: „Nú er sorg hjá okkur austur þar á liverju heimili“. Það er fagur vitnishurður.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.