Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 42
Séra Valdimar J. Eylands:
Stofnþing Lúthersku kirkjunnar
í Ameríku 25. júní—1. júlí 1962
Þetta þing markaði kapitulaskipti í sögu lútliersku kirkj-
unnar vestanhafs. Það verður naumast sagt frá því nema með
því að nota lýsingarorð í hástigi. Það var fjölsóttasta kirkju-
þing, sem nokkru sinni hefur verið lialdið meðal lútherskra
manna vestanhafs. Viðstaddir voru rúmlega eitt þúsund kjörnir
fulltrúar. Voru þeir víðs vegar að úr Bandaríkjunum, Kanada,
Suðurhafseyjum, Suður-Ameríku og jafnvel frá Asíu og Afríku.
Var þetta því bókstaflega talað mjög mislitur liópur að hör-
undslit, og með ólíkri forsögu og lífsviðhorfum. Auk fulltrii-
anna var stór liópur sérstakra boðsgesta og annarra ferða-
langa viðstaddur. 4.289 fulltrúar og gestir voru skrásettir. Þingið
var háð í stærsta samkomuhúsi veraldarinnar, svonefndri Cobo
höll. Grunnur þessa lniss nær yfir sautján ekrur; hæðirnar
eru þrjár og verður því grunnflöturinn samtals rúmlega fimm-
tíu ekrur. Var okkur sagt, að 350.000 manns hefði í eitt skipti
verið þar innan húss samtímis. Hvað sem því líður, þá er
þetta svo mikil risahöll, að ókunnugir verða helzt að hafa
kort með sér og áttavita til þess að komast leiðar sinnar. Sér-
stakir bílar eru notaðir til að ferðast fram og aftur um þessi
húsakynni. 1 kjallara hússins er stöðupláss fyrir 1400 bíla, og á
lnisþaki fyrir 2800. Yfir aðaldynun þessarar miklu liallar var
áletrun með risaletri „Lutlieran Conventions“. Hér var sem
sagt um fimm kirkjuþing að ræða. Fyrstu dagana héldu kirkju-
deildirnar fjórar, sem standa að samsteypu þeirri, sem hér
er á orðin, sérþing hver fyrir sig í sérstökum salarkynnum.
En kirkjudeildirnar, sem hér er um að ræða, og slóu sér
saman, eru Sameinaða lútlierska kirkjan í Ameríku, U.L.C.A.,
með 2.500.000 meðlimi; Ágústana synodan sænska með 630.000
meðlimi; Suomi synodan finnska með 36.000; og danska
kirkjufélagið sem telur um 300.000 meðlimi.