Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 47

Kirkjuritið - 01.07.1962, Qupperneq 47
KlftKJURlTlb 333 Draumur dr. Sig. Júl. Jóhannessonar. Hans eigin sögn. Ég var á fermingaraldri og átti heima á Flóðatanga í Borg- arfirði, eins og segir í sögunni af huldukonunni. Húsbændui tnínir hétu Hálfdán og Herdís. Húsaskipan var þannig liáttað á bæ þessum, að þrjú þil stóðu í röð, livort xit frá öðru og sneru fram á lilaðið. Sund voru á milli þeirra.Það bar til um liaustið eða snemma vetrar, að mig dreymdi að ég þóttist koma lit. Sá ég þá að afarmikill lirísköstur var kominn í bæjarsundið og stóð hátt upp. Mér virtist hann liallast fram á við og alltaf Jneira og meira, svo ég varð hræddur um að hann mundi falla °fan á mig. Forðaði ég mér þá frá, en í því skall hann niður á hlaðið. Þótti mér þá koma sex menn; þeir smeygðu allii liöndunum mjög varlega undir köstinn og gátu þannig tekið liann upp og borið á burt án þess að hann liaggaðist liið niinnsta. Um morguninn eftir sagði ég húsmóður minni frá draumi þessum. Kvaðst liún vera lirædd um, að hann boðaði veikindi eða jafnvel dauða þar á bænum. Enda rættist það brátt, því eftir þrjár vikur kom upp megn taugaveiki þar á heimilinu. Lagðist bóndinn í lienni og dó. RœSuupphaf. — Dr. Frans Meyers forsætisrádherra í Westfalíu hóf mál sitt eitt sinn yfir enskumælandi mönnum á þessa leirt. „Herrar mínir og frúr! Ég verð að hyrja á því að afsaka ensku mina. Samhandi mínu við tungu yðar er líkt varið og samhandi mínu við kon- l|na mína: Ég elska hana, en ég ræð ekki við hana . Hvað gagnar það manninum, þótt liann sigli fullum seglum á sínum ævi-sjó, í hagstæðum hyr dáleika og fagnaðar, ef hann hrýtur skip sitt í spón við strönd eilífðarinnar. — Kirkegaard.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.