Kirkjuritið - 01.07.1962, Blaðsíða 50
336
KIRKJURITIO
Vígslubiskup yjir Fœreyjum. Kirkjumálaráðherra Dana og Kaupmaniia-
liafnarliiskup vinna að Jiví, aiV sérstakur vígslubiskup veriVi yfir Færeyjum.
Nýr biskup í Arósum. Séra Kai Jensen, prófastur í Arósum liefur
veriiV skipaiVur hiskup í Arósastifti. Var hann prófastur þar lengi. Hann
þykir vera aflmriVa prédikari og hefur ritaiV ýmsar guiVrækilegar hækur.
Andmœli gegn kjarnorkuvopnum. Danskir prestar hafa mótmælt kjarn-
orkustríði nýveriiV, kröftuglega.
Mormónar já ekki ati Ijósmynda kirkjubœkur. Eins og kunnugt er, hafa
Mormónar sótt þaiV fast, aiV fá aiV ljósmynda kirkjubækur, og orðið þar
nokkuð ágengt. Gjöra þeir þetta í þeirri von, að þeir fái vitað deili á for-
feðrum sinum og formæðrum, svo að þeir geti látið skírast fyrir þau.
Danska kirkjan vill ekki veita þetta leyfi, telur ríkið eitt liafa vald til þess.
Stjórnarjundur í kirknasambandi Noróurlanda var að þessu sinni haldinn
í Helsingfors. Forseti var kosinu séra Gunnar Sparring-Petersen prófastur
i Kaupmannahöfn. IJann er íslandsvinur og vann mjög að því, að Danir
skiluðu Islendingum aftur handritum Árnasafns.
Nýtt klaustur í Danmörku. Fyrsta kaþólska klauslrið í Danmörku eftir
siðaskipti er nú stofnað. Það er Dóminikanaklaustur og stendur í sam-
handi við St. Andrésar-kirkjuna í Charlottenlund í grennd við Kaup-
inannahöfn. Franskir munkar eru í klaustrinu. Prior þess hefur dvalizt >
Danmörku allmörg undanfarin ár. Hann heitir Martin Dreuzi.
Sunnudagaskólahald í Noregi. Samkvæmt nýjustu skýrslum eru nú 43‘H
sunnudagaskóli í Noregi, og sækja þá 260670 hörn. Kennarar eru 15000.
Nýr biskup í Vesturási tekur til starfa í liaust. Hann heitir Sven Silen
og hefur verið kennari í guðfræði. Hann liefur þegar lýst því yfir, að
hann telji það rétt, að konur geti fengið prestsvígslu.
„Raust fagnaSarboiiskaparins“ heitir kristileg útvarpsstöð, sem ætlast er
til að heyrist mjög víða, enda kostuð af mörgum samhöndurn. Var henni
valinn staður í Eþíópíu. Nú er svo langt komið að tekið er að útvarpa í
tilraunaskyni og þykir árangurinn uppfylla hinar heztu vonir.
Lútherska HeimssambandiS lieldur næsta þing sitt í Helsingfors næsta
ár. I tilefni af því hefur finnska stjórnin ákveðið að gefa út frímerki með
mynd af Stórkirkjunni, sem verður aðalfundarstaðurinn. Kirkja þessi
er nú nýviðgerð. Hún var vígð 1852. Teiknuð af C. L. Scgel, víðfrægum
húsameistara, sem gerði uppdrátt af ölluni miðhluta Helsingforshorgar.
KIRKJURITIÐ
Tímarit gefið út af Prestafélagi Islands. — Kemur út mánaSarlega 10 sinnum á nri.
Ritstjóri: Gunnar Árnason.
Árgangurinn kostar 70 krónur.
AfgreiSslu annast Ingólfur Þorvaldsson. - Sími 20994.
PrentsmiSja Jóns Helgasonar.